Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 20
En eigi skal myrkur vera i landi þvi, sem nú er i nauðum statt. Fyrrum lét hann vansæmd koma yfir Sebúlonsland og Naftaliland, en siðar meir mun hann varþa frægð yfir leiðina til hafsins, landið hinumegin Jórdanar og hérað heiðingjanna. Sú þjóð, sem i myrkri gengur, sér mikið Ijós; yfir þá, sem búa i landi náttmyrkranna, skin Ijós. Þú eykur stórum fögnuðinn, þú gjörir gleðina mikla; menn gleðja sig fyrir þinn augliti, eins og þegar menn gleðjast á kornskurðartimanum, eins og menn leika af fögnuði þegar herfangi er skift. Þvi að hið þunga ok hennar, stafinn, sem reið að herðum hennar, brodd rekstrarmannsins, hefur þú i sundur brotið, eins og á degi Midians. Því að öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokkyiar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur. Þvi að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvila; nafn hans skal kallað: undra- ráðgjafi, guðhetja, eilifðarfaðir, friðarhöfðingi. Jesaja, 9, 1—6.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.