Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 42

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 42
Þökk, hershöfðingi Nokkrum árum eftir að Napoleon Bona- parte varð keisari, kannaði hann dag einn hersveitir sínar. Honum varð það á að láta taumana falla ógætilega niður á hálsinn á hestinum, sem varð til þess að hann fældist og þeystist af stað. Yfirmennirnir horfðu á þetta með skelf- ingu, án þess að geta nokkuð að gert. Þá var það að óbreyttur hermaður snaraði sér út frá stað sínum í fylkingunni, hljóp á móti hestinum greip um beislið, og með auðmjúkri virðingu lagði liann beislið í hönd keisarans. „Þökk, hershöfðingi!“ Þannig sýndi Bona- parte þakklæti sitt við björgunarmann sinn. „Við hvaða herdeild, herra?" spurði her- maðurinn um leið og hann veitti keisara sín- um virðingu, sem var svo fljótur að taka eft- ir og endurgjalda þjónustu. „Við lífvörð minn,“ sagði hinn ánægði keisari. Hann gat ekki annað en dáðst að þeim hermanni, sem þannig treysti orðum hans. Þegar keisarinn reið burt, lagði hermaður- inn frá sér byssuna, og þó að hann hefði ekki sverð eða einkennisklæðnað, sem sannaði hans nýju tign, tók hann sér samt stöðu á meðal hinna stjórnandi hershöfðingja. Þeir virtu hann fyrir sér með fyrirlitningaraugum. „Hvað ertu hér að gera?“ spurði einn af þeim. „Ég er hershöfðingi í lífverði keisarans," var hið virðingarfulla, en ákveðna svar. ,,Hershöfðingi?“ hrópaði annar. „Hver hefur sagt það?“ „Hann hefur sagt það,“ svaraði hermaðurinn og benti í áttina til keisarans. Með það sama litu þeir á hann, sem heyr- andi þeim til og umsvifalaust tók hann stöðu sína meðal þeirra. Guð segir: „Sá, sem trúir, hefur eilíft líf.“ Guð segir það, þess vegna er það sannleikur. Sú sál, sem tekur á móti þessum sannleika. gerir það, af því að Guð hefur sagt það, en ekki vegna tilfinninga eða einhvers annars. „Guð hefur sagt það.“ Er það ekki nóg fyrir þig, hver sem þú svo ert? Lítil stúlka varð áhyggjufull út af velferð sálar sinnar, er hún var á samkomu einni, þar sem sagt var frá manni sem hafði líkþrá. Sjúki maðurinn kom til Jesú og sagði: „F.f þú villt, getur þú hreinsað mig.“ Litla stúlk- an fór heim. „Jæja, vina mín,“ sögðu skyldmenni henn- ar, „hvað hefur þú lært á samkomunni í dag?“ Litla stúlkan beygði kné í því að hún sagði: „Ó, kæri Jesús, líkþrái maðurinn sagði ,,ef“, en þú sagðir ekki „ef“ þú getur og villt gera mig hreina. Ég vil gefa þér sjálfa mig.“ Hún útilokaði „ef“ og trúði frelsara sínum. Hann hafði sagt: „Ég vil, verðir þú hreinn“. Hún trúði, að hann gæti hreinsað hana af syndinni, og af því að hún trúði, þá heyrði Jesús bæn hennar. Kæri, ungi vinur, þú ert syndari, og þarft að frelsast, komdu til frelsara þíns og legðu hönd þína í hans. Trúðu á liann, því að þegar hann dó, dó hann fyrir þig, og þegar hann segir: „Dóttir mín, sonur minn, ver hug- hraustur, syndir þínar eru fyrirgefnar,“ þá meinar hann það sem hann segir. Ó, treystu honum. Hermaður Napoleons hafði ekki eins mikla ástæðu til að trúa á orð keisara síns, eins og þú hefur til að trúa frelsara þínum, því hermenn Napoleons gáfu 'íf sitt í þjón- ustu fyrir hann, en Drottinn Jesús gaf sitt líf til þess að frelsa þig. Úr Kirkeklokken. 42

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.