Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 3
Fár veit á hvaða stundu mœlt er Þegar Róbert Kennedy varð fyrir byssukúlu morðingja síns 5. júní síðastliðið sumar, í Los Angeles, þá „buldi við brestur og brotn- aði þekja.“ Heimurinn er ekki stærri en það, að þegar voðaatburðir gerast á einum stað, er eins og braki í viðum heimilis okkar sjálfra. Þannig varð með fráfall þessarra beggja ástsælu bræðra, John og Róbert Kennedys. Við fráfall Róberts Kennedys birti heims- p'ressan rnargar myndir bæði af honum sjálf- um og fjölskyldu hans.. Allar fjölskyldumynd- irnar virtust bera það með sér, sem raunar var vitað áður, að fjölskylda þessi var mjög hamingjusöm. Myndin sem hér fylgir, er af fjölskyldunni, þegar foreldrar og börn ætla að fara að ganga til náða. Höfðu foreldr- arnir gert það að ófrávíkjanlegri hefð að biðja með börnum sínum á hverju kvöldi. Finnst ykkur þetta ekki fögur mynd? Athugið at- hyglina og andaktina yfir andlitum barn- anna. Pabbi og mamma sýna þeim, hvernig þau skuli spenna greipar sínar og samhæfa sig algerri kyrrð frammi fyrir augliti Guðs. Þannig var Guði þakkað að liðnum hverjum degi, áður en þau færu áð sofa. Þegar Róbert Kennedy dó, áttu þau hjónin 10 börn, og það el-lefta var á leiðinni. Væri ekki yndislegt að hugsa til þess, ef allir foreldrar á íslandi ættu svona helgistund með börnum sínum, dag- lega? Sagt var, að þegar Róbert Kennedy ásamt föruneyti sínu var á síðustu flugför sinni, til að mæta á kosningafundi í Kalíforníu, hafi hann beðið farþegana í flugvélinni að syngja létta vakningarsálma. Allir vildu verða við ósk hins verðandi og ástsæla forseta Banda- ríkjanna, eins og allir bjuggust við að hann 3

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.