Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 10
FRAMHALDSSAGAN K I N Z A eftir P. M. John. Framh. 11. KAPÍTULI. Hamid hélt stöðunni í litla barkaríinu, þar sem líkaði mjög vel við hann. Hann var duglegur að vinna og venjulega var húsbóndi hans góður við hann. Hann fékk reglubund- inn morgunverð og einnig laun sín. Fyrir aur- ana keypti hann sér miðdegisverð, og kvöld- mat fékk hann ihjá kristniboðskonunni. Á næturnar var (hann með Ayashi í moskunni, og svo lengi sem sólin skein og veðrið var gott, leið honum ágætlega. Á uppskerutíman- um vann hann á ökrunum og hjálpaði við að bera kornbundin inn til þreskingar. Vinnu- dagur hans var langur, allt frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Hann var vanur að leita sér hvíldar í einhverjum hálm- stakknum. Er lengra leið á haustið, fengu þeir Ayashi og hann atvinnu við að hjálpa til við olífur- uppskeruna. Þá neyttu þeir eins mikils af olíf- um og þeir orkuðu án þess að verða upp- götvaðir. Þegar liitinn gerðist afar mikill, tóku Jreir sér bað í fljótinu. Þá kont Jrað fyrir, að kristniboðinn þekkti þá naumast, er þeir mættu við máltíðina, svo óvenjuhreinir voru þeir orðnir. Fimm sinnum í viku heimsóttu þeir kristni- boðann, til þess að fá að vera með á barna- samkomu og að neyta kvöldverðar á eftir. Hamid var nú farinn að kunna margar sögui um Jesúm. Hann vissi, að Jesús var ekki dýrlingur, heldur Guðs sonur, sem komið hafði til jarðarinnar. Hann vissi einríig, að margir sjúkir höfðu komið til lians, lamaðir, blindir, haltir og margir aðrir, og að Jesús læknaði þá. Hamid óskaði, að hann hefði lifað á þeim tíma, því að þá skyldi liann hafa farið með Kinzu til hans og hann mundi áreiðanlega hafa opnað augu hennar. Hann vissi einnig að Jregar Jesús dó á krossinum, rétti hann út arrna sína, eins og hann vildi segja: „Verið velkomin!“ Þegar hann var dá- inn, höfðu menn lagt hann í gröf, sem var úthöggin í klett, nákvæmlega eins og menn voru vanir að gera við dýrlinga. En þarna var mikill munur á. Dýrlingarnir voru kyrrir í gröfunum, og menn fóru þangað í kross- ferðir árlega, en Jesús hafði ekki staðnæmzt í gröfinni. Hann hafði risið upp og gengið út úr grafhýsinu, og fólkið hafði séð hann í fögrum trjágarði, álíka yndisfögrum og trjá- garðinum í gömlu borginni við sólrisið. Hann háfði risið upp tir gröfinni fyrsta dag vik- unnar. Hamid vissi einnig, að Jesús var kominn heim í hina gullnu borg Jrar sem Guð býr og þar er hann nú hjá Guði. En liann hefur sent Anda sinn til jarðarinnar til að vera hjá mönnunum og til að búa í hjörtum lítilla drengja, svo að Jreir yrðu góðir. Einu sinni liafði kristniboðskonan sagt frá því, hvernig Jesús, fyrir sinn Anda stóð við hjartadyr þeirrá og drap á þær og vildi koma inn. Þá var það sem Hamid hafði stungið annarri hendinni innundir skyrtuna sína og sagt í djúpri alvöru: „Ég bæði heyri og finn hvernig hann bank- ar á mitt. . . . tikk, tikk, tikk!“ En Jtá hafði kristniboðinn útskýrt fyrir honum, að það var einmitt hans eigið hjarta, sem sló svo ört. Þegar Drottinn Jesús snertir hjartað, hafði hún sagt, getur maður ekki fundið Jiað með höndunum, né heldur heyrt Jjað með eyrunum. Aðeins þessi tilfinning, að mann langar til að opna fyrir honum, er tákn þess að hann hefur drepið á hjartadyrn- ar. En þá var það sem Hamid hafði spurt, hvað þeir ættu að borða þá um kvöldið, og svo hafði ekki verið talað neitt meira um Jrað, hvernig Jesús drepur á dyrnar. Áhuginn fyrir matnum háfði truflað samtalið. 10

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.