Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 12
hafði hann alls ekki mætt tvö undanfarin kvöld. Hann var lítill eftir aldri og mjög veik- byggður, en var vanur að koma á hverju kvoldi mánuð eftir mánuð. „Hvar er Abed-El-Khader?“ spurði hún. „Hvers vegna hefur hann ekki komið tvö undaniarin kvöld?“ „Hann getur ekki komið,“ svaraði einn drengjanna. Röddin var kærulaus. Fötin hans duttu utan af honum, og hann er föðurlaus. Hann á alls engin föt að klæðast í og verður því að halda kyrru fyrir inni, þar til mamma hans getur unnið sér inn peninga fyrir syk- urpoka.“ Enginn af drengjunum lét í ljós minnstu meðaumkun eða undrun yfir þessum upplýs- ingum. En kristniboðskonunni fannst hún sjá í anda, lítinn dreng, sem sat skjálfandi af kulda inni í myrku hreysi, þar sem hann á sama tíma leitaðist við að vefja að sér drusl- um, sem héngu utan á honum. Þegar máltíð- inni var lokið, sneri hún sér að Hamid, sem var vanur að bíða þar til öllu var lokið, og spurði: „Veizt þú hvar Abed E1 Khader á heima?" Hamid drap höfði. „Hann á heirna í fjarlægasta hluta borgar- innar í þirnigerðinu, en vegurinn þangað er eins og leirgrautur, svo að frænka getur ekki farið þangað í kvöld.“ „Ó, jú, það get ég örugglega, og ef þú hef- ur áhuga á því að vinna þér inn peninga þá mundir þú kannski vilja vísa mér veginn." „Já, það var nú Hamid fús að gera og af lífi og sál. — Nokkura aura. Að vaða aur- leðju og þola regn og vos voru bara smá- munir gæti hann innunnið sér nokkra aura? Og svo þótti honum líka vænt um Abed E1 Khader. Hann beið meðan kristniboðskonan fór upp á efri hæðina til þess að leita að gömlum fötum. Á meðan notaði Hamid tæki- færið til að litast um í stofunni. Hann for- vitnaðist inn í lítið herbergi á vinstri hönd og uppgötvaði að það var eldhús með hillum á veggjunum og eldavél með olíukyndingu. Á hillu einni stóð postulínsskál með eggjum, og hún var ekki hærra uppi en svo, að hann mundi ná þangað. Hamid hikaði. Hann kunni ekki að telja, en ef til vill mundi kristniboðinn kunna það? Mundi hún veita því eftirtekt ef hann tæki ein tvö egg? Ó, það var svo frámunalega gott að súpa úr eggjum, og hann hafði ekki smakk- að egg í langan tíma. Því lengur sem hann ígrundaði þetta því nærgöngulli varð freist- ingin við hann. Ætti hann ekki að taka á sig áhættuna? Færi hann svo út og biði úti fyrir, mundi kristniboðinn ekki veita þessu neina athygli í rigningunni og myrkrinu. Og síðar — já — síðar mundi hún svo ekki geta fært sönnur á, að það hefði verið hann, sem tekið hefði eggin hennar. Hamid þreif til sín tvö egg og þaut út um aðaldyrnar, Jrar sem hann nam staðar og beið með sitt eggið í hvorri hönd. Hann þurfti ekki að bíða lengi, áður en kristniboðinn kom með lítinn böggul í hendinnu ásamt lykli, svo og nokkru öðru, sem Hamid hafði ekki tekið með í reikninginn — sterkt vasa- ljós. Smástrákar, sem eru vanir að læðast um göturnar í myrkri, fá regluleg kattaraugu og spjara sig vel án vasaljósa. „Komdu nú!“ sagði trúboðinn og kveikti á ljósinu. „Komdu hérna inn undir regnkáp- una mína, þá getum við bæði notið ljóssins!“ En það vildi nú Harnid með engu móti samþykkja. Hann var ákveðinn í því að halda sig á hlið við ljósið, og hljóp Javí í göturæs- unum og fram með húsveggjunum. Tvisvar hrasaði hann, og kreisti þá eggin því fastar. „Hvers vegna vilt þú ekki verða mér sam- ferða og ganga á miðri götunni?" spurði trú- boðskonan, sem var undrandi yfir háttalagi hans. „Þú munt áreiðanlega detta, ef þú hleyp- ur svona í göturæsinu.” Hamid muldraði eitthvað um það, að þetta mundi örugglega ganga vel. Hann var alls ekki í góðu skapi. Hann óttaðist ljósbirtuna vegna þessara leiðinlegu eggja, og óskaði jafn- vel, að hann væri laus við þau, en langaði þó á sama tíma að halda í J^au. Birtan frá vasaljósinu gerði það að verk- um, að umhverfið varð hreinlega biksvart, t 12

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.