Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 15
5. Hún gekk þá til mömmu sinnar og spurði: „Hvar er pabbi?" Mamrna svaraði: „Pabbi er í himninum hjá Jesú.“ Þá beygði Anetta kné sín við stól, byrgði andlitið í höndum sínum og fór að gráta. 7. Eitt kvöld þegar söknuðurinn ætl- aði alveg að gera út af við mömmu, og hún var að vinna í eldhúsinu, fór Sólveig litla að syngja yndisfagran sáhn. Hún var þá 13 mánaða. Og þótt hún gæti ekki sagt orðin skýrt, fór hún alveg hárrétt með lagið. 6. Eftir litla stund stendur hún upp aftur og hverfur til mömmu og segir: „Mamma, getur þú ekki hringt upp í himininn og beðið pabba að koma niður, svo að ég geti boðið honum góða nótt?“ En það gat mamma ekki. 8. Um leið og ómur lagsins barst til mömmu, og Sólveig litla var að reyna að segja orðin: „Enginn þarf að óttast síður“, fannst mömmu Jesús koma al- veg til hennar. Við þetta huggaðist hún alveg, og varð glöð á nýjan leik.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.