Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 16
Nancy litla \ Nancy hljóp eftir veginum þar til hún kom að húsi Benners gamla. Þá gekk hún hægt framhjá. Hún liorfði yfir grindurnar á gamla lnisinu, sem var nær hulið í laufi trjánna. Nancy var dálítið hrædd við gamla mann- inn. En það voru öll börn. Ef einhverju þeirra varð það á að koma nálægt girðing- unni, kom hann þjótandi út, með stafinn á lofti, og hrópaði: „Farið í burtu. Hvað eruð þið að gera þarna? Þið getið eyðilagt girðinguna mína.“ Óttaslegin leit Nancy heim að húsinu, en flýtti sér svo burtu. En hún kenndi í brjósti um hann, því að hann var aldrei glaður. „Herra nöldurpoki," kölluðu krakkarnir hann. Þegar Nancy kom heim, spurði hún mömmu sína: „Er hann raunverulega gamall nöldurpoki?" Mamma hennar, sem var að þvo upp, stóð hljóð litla stund og hugsaði, svo svaraði hún: „Nei, það held ég ekki, Nancy mín. Ég hugsa frekar að hann sé sérstaklega óhamingju- samur maður. Hann missti konuna sína fyrir mörgum árum. Síðan er það enginn sem hann hefur haft, er honum geti þótt vænt um. Hann þekkir ekki Guð, né elskar hann, eins og við erum svo lánssöm að gera. Ég hef aldrei séð hann brosa.“ Nancy hristi höfuðið. „Aldrei“ Nú kenndi hún enn meira til með honum. „Mamma,“ sagði hún og leit með alvörusvip á mömmu sína. „Guð getur gert hann hamingjusaman, er það ekki?“ „Ég ætla að biðja Jesúm að koma inn í hjarta hans,“ sagði Nancy ákveðið. Mamma hennar sagði aðeins: „Það gleður mig, barnið mitt.“ 16 Nancy gekk inn í svefnherbergið sitt. Hún kraup niður við rúmið og bað: „Kæri Jesús, vilt þú ekki koma inn til hr. Benners — ég meina inn í hjarta hans. Viltu gera hann hamingjusaman og vera svo góður að láta hann fara að brosa aftur. Amen. Þökk Jesús,“ bætti hún við. Á meðan hún kraup, heyrði hún hvíslað hljóðlega hið innra með sér. „Ert þú viljug til að segja honum það?“ Nú varð Nancy meira en lítið hverft við. „Ó, það get ég ekki,“ sagði hún. „Það verð- ur einhver fullorðinn að gera.“ En röddin svaraði: „Vilt þú gera það, Nancy? Þú ert nógu stór til að þjóna Jesú og þar með fá svar við bænum þínum.“ Og vegna þess að Nancy elskaði Jesúm, sagði hún: „Ef þú hjálpar mér, vil ég gera það, þó að ég sé hrædd.“ Þegar hún kom aftur fram í eldhúsið, sagði hún: „Mamma, ég ætla að hjálpa hr. Benners, ég ætla að segja honum frá Jesú.“ „Ætlarðu að fara núna?" spurði móðir hennar undrandi. „Já, alveg á stundinni, mamma, því að ef ég hika, verð ég kannski ennþá hræddari." „Ég er glöð yfir því, að þú ferð, vina mín,“ og mamraa liennar brosti til hennar. „Og Guð vill vera með þér.“ Er Nancy kom að húsi hr. Benners, tóku fætur hennar að titra. Hún stóð kyrr stundar- korn og horfði á hið stóra, ferkantaða hús. „Ó, hjálpaðu mér til að vera hugrökk," hvíslaði hún og gekk inn. Þegar hliðgrindin lokaðist að baki hennar, langaði hana til að hlaupa burtu. Ef gamli maðurinn kæmi nú með stafinn á lofti, hvað ætti hún þá að gera? En hún hélt áfram gegnum garðinn og drap á hurðin^.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.