Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 17
Þegar hr. Benners stóð fyrir framan hana, skalf hún innvortis. „Nú,“ sagði gamli maðurinn í nöldurtón. „Hvað vilt þú?“ „Eg — ó, hr. Benners, mig langar svo til, að þú verðir hamingjusamur." „Hum,“ drundi í honum. En allt í einu brosti hann. „Jæja,“ muldraði hann. „Það getur svo sem verið að ég þarfnist þess. Komdu inn.“ Inni í gamalli stofu, þar sem hátt er undir loft, situr nú Nancy á háum stól. „Getur þú sagt mér, hvað þetta allt á að þýða?“ „Nancy byrjaði að segja hr. Benners frá kærleika Jesú og því, hvað það væri gott að biðja til hans. Hún sagði: „Þegar Guð kemur inn í hjörtu okkar, þá gerir hann okkur glöð.“ Hr. Benners studdi staf sínum á hart gólfið. Hann deplaði augunum. Nancy var ekki hrædd lengur. Hún sá að- eins einmana, gamlan mann. Hún renndi sér niður af stólnum, gekk til hans og lagði hendina á kné hans. „Má ég biðja Jesúm að koma inn í hjarta þitt?“ Hún leit upp í hans gamla, dapurlega andlit. Hr. Benners lagði sína gömlu og hrukkóttu hönd yfir hennar litlu, miúku hönd, um leið og hann hneigði höfuðið til samþykkis. Svo bað Nancy: „Kæri Jesús, vilt þú nú ekki koma inn í hjarta hr. Benners og gera hann glaðan. í Jesú nafni. Amen.“ Hún leit upp og sá að tár runnu niður kinnar hans og herðar hans titruðu. Hann bað einnig: „Kæri Guð, fvrirgefðu mér, og komdu inn í hjarta mitt. Ég þarfnast þín, ó, Guð. Enginn veit hve mikið. . . . Þakka þér að þú sendir þessa litlu stúlku." Hann grét um stund. Svo þurrkaði hann sér um augun og brosti. Hann strauk hlý- lega um hönd Nancy og hún brosti til hans. „Nú átt þú tvo vini,“ sagði hún. „Þú átt Jesúm og mig.“ „Já," hann hneigði höfuðið. „Ég hef Guð og þig. Ég er mjög hamingjusamur maður. Eg veit ráð Kristín litla var á ferðalagi með mömmu sinni. Þzer ferðuðust með járnbrautarlest. Kristín horfði út um gluggann á járnbraut- arklefanum. Hún sá skóga, vötn, fjöll og dali þjóta framhjá járnbrautarlestinni. Á járnbrautarstöðvunum nam lestin staðar. Þá fóru nokkrir af farþegunum út og aðrir nýir komu í staðinn. Nú kom nýr farþegi inn í klefann þar sem Kristín og móðir hennar voru. Konan, sem kom inn í klefann heilsaði mömmu Kristín- ar kunnuglega. Konan hafði verið hjá lækninum. Hún gat ekki sofið á næturnar. Taugar hennar voru veikar. Hvað taugar væru vissi ekki Kristín litla, og heldur ekki hvað svefnleysi var, því að hún var vön að sofna strax og 'hún hafði lesið kvöldbænina sína. Nú fór járnbrautin af stað á ný og hélt áleiðis til næstu stöðvar. — Ég finn mjög til með þér, vina mín, sagði mamma Kristínar við konuna. — Æ, já, sagði konan, bara að maður gæti fengið einhverja hjálp, en mér getur nú eng- inn hjálpað. Vissulega gat konan fengið hjálp — Kristín litla vissi hvar hjálpin fannst. — Ég veit ráð, sagði Kristín, en enginn virtist veita orðum hennar athygli. — Ég veit ráð, sagði Kristín á ný, en hún fékk enga áheyrn. Að lokum gerðist Kristín svo djörf, að hún tók í arm konunnar og nú fékk hún áheyrn. — Ég veit ráð, endurtók hún og augu hennar ljómuðu af áhuga. Jesús getur hjálpað þér ef þú biður hann um það. Augu konunnar fylltust tárum. Jesús var ekki ókunnugur henni. Hún hafði heyrt tal- að um Jesúm, þegar hún var lítil og gekk í sunnudagaskólann, og hún hafði þá beðið til hans, en nú var hún hætt að biðja. Orð Kristínar litlu færðu huga konunnar 17

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.