Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 24

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 24
K I NZ A Framhald af bls. 13. rauðunni og leirnum. Síðan skalt iþú svo segja skilið við allt hið gamla og fylgja honum eftir í ljósinu.“ Hamid horfi á nýju fötin sín og böndin um íæturna. Hann skildi allt. Eggin, sem hon- um fannst svo mikið varið í, þeim hafði hann tapað, og hann vildi ekki fá þau aftur. Hann hafði fengið fyrirgefningu og var nú lireinn og fallegur. Hann var á ný kominn inn í ljósið og ylinn hjá kristniboðanum. Þegar þau á ný mundu hefja för sína til Abed-El-Khader þá mundi það allt verða á annan veg. Nú mundi hann vissulega verða í skjóli af kápu kristniboðans og við hlið hennar í algerri vörn fyrir regninu. Nú mundi hann ekki hætta neinu, svo að hann þyrfti að hrasa eða óttast ljósið, því að nú hafði hann ekkert að fela. Nú mundi hann fá að ganga í ljósinu. Það mundi verða í sannleika yndislegt. Hálfri klukkustund síðar voru þau komin aftur heim, eftir að hafa lokið erindinu. Vindurinn ýlfraði í klettaskorunum, og 'helli- rigning var á. Hamid, sem var heitur og þurr, vegna þess að honum var skýlt með kápu kristniboðans, kvaddi nú. „En hvert ætlar þú að fara í nótt?“ spurði kristniboðinn. „Ég’ hleyp til moskunnar." „En áttu nokkuð til að hafa ofan á þér þar?“ „Nei“. „En verður þér ekki kalt?“ „í nótt verður mér nógu -heitt í þessari peysu.“ „Ef þú vilt, máttu liggja á gólfinu í mót- tökusalnum. Eldurinn logar enn. Hamid var glaður að mega vera kyrr. Hann fékk að liggja á dýnu og hafði teppi ofan á sér. Þar lá hann nokkra stund og starði inn í eldinn, á meðan hann hugsaði um atburði kvöldsins. Hann var búinn að nema eitthvað, sem hann mundi aldrei gleyma. Allt í einu settist hann upp og rétti fram hendurnar, sem mynduðu eins konar skál, eins og múhameðs- trúarmenn eru vanir að gera, þegar þeir biðja. Síðan hvíslaði hann fyrir munni sér einfald- an, lítinn bænasálm, sem öll marokkónsk börn, sem gengið hafa á bænasamkomur hjá kristniboðunum, eru vön að læra utan að. Fyrsta línan í hverju versi er endurtekin þrem sinnum, og þannig hljóðar sálmurinn: Gefðu mér hjarta hreint Herra, minn Drottinn, Guð. Burt máðu sekt og synd Sonur Guðs þitt við blóð. Leið mig til himins heim Herra, hvar dýrð þín er. 12. KAPÍTULI Morgun einn, er Hamid og Ayashi komu skjálfandi af kulda frá moskunni, voru fjöllin og olífutrén hulin snjó, en það var fremur óvenjulegt. Það var líka oft regn. En stund- um voru dagarnir fagrir, dagar þar sem sólin skein og fjallstindarnir blikuðu fannhvítir og báru við ljósbláan himininn þegar loftið var hreint og tært. Slíkir dagar höfðu upp- 24

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.