Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 28

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 28
svo auðugur, gerðist fátækur vor vegna, til þess að við gætum orðið rík. Hann yfirgaf himnanna dýrð og kom hingað til hinnar myrku jarðar, þar sem hann var án heimilis — úrkast, já, gerðist fátækur okkar vegna, til þess að hann yrði megnugur að hjálpa hinum heimilislausu og allsvana að koma til Guðs eitt sinn og fá að 'búa í himninum. Á næstu mynd voru hirðar úti í högunum, sem gættu hjarðar sinnar að n()ttu til. Hamid minntist geitnanna sinna, og hvernig honum hafði liðið á meðal þeirra uppi í fjöllunum. Á næstu mynd var engill Guðs og ljóminn af dýrð Guðs, sem umlukti hirðana. Þeir voru auðsjáanlega mjög hræddir, en kindurnar voru ekki hræddar, en ihéldu áfram að bíta í birtunni frá englaskörunum. „Yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við hirðana, og síðan hófu allir hinir himnesku herskarar að syngja. Ekki heldur þá urðu kindurnar hræddar. Hamid minntist þess, hvað kindurnar höfðu kveinkað sér, þegar þær voru leiddar á brott til slátrunar við kjöthátíðina. En svo var því ekki varið hér. Hér var sungið um frið og velþóknun Guðs á jörðinni. Næsta mynd var öðruvísi. Hirð- arnir höfðu falið hjörðina í vernd englanna og farið inn í borgina. Þar sáust þeir nú beygja kné í tilbeiðslu, berfættir sem þeir voru. Hamid kom enn í hug hversu ólíkt þetta væri kjöthátíðinni — fórnarhátíðinni. Þetta hér var frásagan um þeirra eigin hátíð, hátíð Kinzu. Vegna þess að Jesús var kominn sem lítið barn og var lagður í jötu, já, vegna þess var hans hátíð. Hann sem var konungur himinsins hafði gefið sjálfan sig okkar vegna undir smán og kvalafullan dauða, liann þurfti að búa hjá dýrunum. Það var einnig hátíð landsmanna hans, hafði kristniboðinn sagt, því að hirðarnir höfðu verið þeir fyrstu sem komu til að tilbiðja, og María, það var nafnið á móður litla barnsins, var fátæk ung kona utan af landi. Einnig hafði kristniboðinn útskýrt það fyrir þeim, að þetta væri ihátíð dýranna, hinna þjáðu dýra. Uxarnir, sem voru vanir að ganga beygðir undir ok og oft verið píndir áfram með brodd- um, ihöfðu komið svo nærri jötunni, og eng- inn hafði rekið þá burt. Allir í fjárhúsinu höfðu fundið, að þeir voru eitt með barninu í jötunni. Hversu ólíkt var þetta ekki fórn- arhátíðinni, þar sem hinir ríku og vel stæðu lifðu í vellystingum og köstuðu síðan leifun- um til beiningamannanna og hundanna! En nú var sýningunni lokið og kristniboð- inn tendraði ljósið á ný. Allt var horfið, er minnti á hátíðina, nema kertastubbarnir og karamellubréfin, appelsínu og bananahýði, sem allt vitnaði um forgengileikann. En hugs- unin um kærleikann sem gaf allt og gerðist fátækur vor vegna var eftir í hjarta Hamids. Það streymdi hlýleiki og friður í hjarta hans, er hann gekk hljóðlega út á blautar göturnar. Kinza stóð í dyragættinni og veifaði til drengjanna, og er hann gekk framhjá henni, greip hann tækifærið og strauk mjúklega yfir hárið hennar. Hinir drengirnir voru spölkorn á undan. Trúr venju sinni fór hann síðastur út. Hann hugsaði um myndirnar og tók naumast eftir því hve rigningin var rnikil. Rétt í þeim svif- um, að hann gekk framhjá götuljósi einu, lieyrði hann aumkunarlegt miálm. Þegar hann athugaði nánar hvaðan það kom, upp- götvaði hann kettling, magran og blautan, sem reyndi að leita skjóls á bak við frárennsli- rör. Á sínum ellefu barnsárum hafði hann séð marga ketti deyja, en aldrei hugsað neitt út í þiáningu þeirra né annarra dýra. En í kvöld var þetta á einhvern hátt öðruvísi. Hon- um var ómögulegt að útskýra, hvernig í því lá. En hann hafði fundið hvernig hann lað- aðist að Jesúbarninu, sem var saklaust, auð- mjúkt og Ifullt af meðaumkun. Án þess að hann vissi af því, höfðu sáðkorn miskunnsem- innar fallið niður í hjarta 'hans. Og sér til mikillar undrunar uppgötvaði hann, að hon- um var hreint ekki sama um litla, soltna dýr- ið, og aldrei þessu vant bevgði hann sig nið- ur og tók það í fang sitt. Kisa var svo mögur og mjósleain, aðeins bein og skinn. Hann fann greinileea hvernig litla hjartað barðist í brjósti hennar. 28

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.