Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 29

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 29
Hvað átti hann að gera við kettlinginn? Hann hikaði ekki lengi. Það var einn staður. þar sem örugglega mundi verða tekið á móti honum, og áreiðanlega mundi Kinza kunna að meta liann. — Hann ætlaði að gefa henni hann í jólagjöf. Hann sneri við og bankaði upp á hjá kristniboðskonunni. Er hún kom og opnaði, rétti hann fram þennan skjálfandi, aumkun- arverða, litla vesaling. „Kinza á að eiga hann,“ sagði hann. „Það er jólagjöf. Honum er dauðkalt og svo er hann líka hungraður, þess vegna kom ég með hann hingað.“ Kristniboðinn hikaði. Það var nú síður en svo að hún hefði í augnablikinu áhuga fyrir hálfdauðum ketti, sem var þakinn sárum og óþrifum. En samt sem áður gat hún ekki sagt nei, því að hún skildi, hvað lá á bak við gjöfina. Með innri.ánægju gat hún fullvissað sjálfa sig um, að það sem hún 'hafði leitazt við að vinna þarna um kvöldið, hafði ekki verið árangurslaust. Að minnsta kosti einn af smádrengjunum hafði snerzt af boðskap jól- anna. Hann hafði viljað gefa eitthvað og einnig auðsýnt meðaumkun hjálparlausu dýri. Það var áreiðanlega í fyrsta skipti, sem hún hafði séð einfalt barn sýna aumstödd- um málleysingja slíka miskunnsemi. Hún þakkaði og veitti gjöfinni móttöku, og bar hana varlega inn og lagði í lítinn kassa við eldinn. Því næst stráði hún skordýraeitri yfir kettlinginn, og kom að því búnu með skál, Brúðan sem var grafin Framhald af blaðsfðn 32. heima, hvers vegna hún væri svona óhrein. Svo að hún varð víst að vera kyrr þar sem hún var grafin niður. Nokkrum dögum seinna, þegar rignt hafði mikið, fór móðir hans út í garðinn, til þess áð sækja grænmeti. Þá tók hún eftir grænum bletti á einum stað í garðinum. Einkennilegt, hugsaði hún! Það var engu sáð á þessum stað. Þegar hún gekk nær, sá hún sér til undrunar, græn strá, sem mynduðu nákvæmar línur af lítilli brúðu. Kornið, sem brúðan var stopp- uð með hafði nú vaxið upp. Hin hulda synd var opinber orðin. Eins og Guðs orð segir svo nákvæmlega um að muni verða. Hulin synd í hjarta sérhvers manns, mun einnig verða opinber. Það verður hræði- legt fyrir alla þá, sem ekki biðja Jesúm að fyrirgefa sér syndina á meðan tími er. Hefur þú gert það? Jesús þráir að fyrirgefa þér synd þína og gera þig að sínu barni. Hvers vegna lofar þú honum ekki að gera það strax? sem í var mjólk handa lionuin. Hann fór strax að lepja og lyfta skottinu af vellíðan. Þetta var fallegur, lítill kettlingur, sem ekki hafði misst kjarkinn. Sannarlega var hann verður þess að fá að lifa. Þar sem hún sat og atíiugaði hann, var það sem hún sæi sýn, og hún hló dátt um leið. Henni fannst hún sjá fyrir sínum innri aug- um allar jólagjafir, frá öllum tímum og öll- um áttum veraldarinnar samansafnaðar við jötuna. Og hvílí'kur bingur! Þarna var: gull, reykelsi, myrra. Og stjarn- an sem var hylling himinsins og öll auðæfi veraldar. Og síðan, efst ofan á þessum stóra bing var kannski í kvöld lögð sú gjöfin, sem hlaut mesta velþóknun Guðs. Og gjöfin var ekki annað en lítill, svartur kettlingur, mag- ur og löðrandi í lús, sem lyfti litla skottinu sínu, eins og frumávexti af meðaumkun lítils fátæks drengs. Framhald. 29

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.