Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 33

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 33
Fyrsta bænheyrslan Kæra Barnablað! Ég ætla að setjast nlður og skrifa Þér nokkrar línur. Fyrst ætla ég að biðja afsökunar á því, að ég skulda svo mikið. Mig minnir að ég hafi sent þér peninga með sög- unni, sem ég sendi þér í fyrra vetur. Ef svo er ekkl, vilduð þið þá ekki setja miða innan í næsta Barnablað og segja mér hvað ég skulda, ef Það er eitthvað? En ég ætla að senda ykkur með þessu bréfi borgun fyrir árin 1967 og 1968, samtals kónur 90,00. Svo ætla ég að stinga hér innan í bréfið smá sögu. Hún er 'Sönn. Ég er sjálf aðalpersónan. Ég þakka svo innilega fyrir ánægjulegt og lærdómsríkt lesefni á síðastliðnum 6 árum, sem ég hef keypt Barna- blaðið. Ég hef keypt það síðan ég var 11 ára og ætla að kaupa það áfram. Svo óska ég þér gæfu og gengis á komandl árum. Helga Agnars Jónsdóttir, Steiná, Svartárdal, A.-Hún. E. S. Ekki birta þetta bréf. Ef þið viljið vera svo væn Afganginn af peningunum megið þið eiga. H. A. Barnablaðið þakkar þér, Helga, skilvísina og peninga- gjöfina. Þú skuldar ekki neitt. Hefur greitt fram á árið 1969, eins og áritun á blaðinu sýnir. Okkur finnst við ekki geta annað en birt bréf þitt. Það eru einmitt svona bréf, sem okkur þykir mest varið i, bréf sem koma beint írá hjartanu, og segja hlutina umbúðalaust. Fyrir- gefðu okkur svo, að vlð skulum birta bréfið. Og söguna þína tökum við í blaðið með Þakklæti. Ritstj. Ég var 7 eða 8 ára gömul þegar þessi saga gerðist. Það var vor og fuglasöngurinn var nýfarinn að óma um loftið allan daginn. Eitt var það sem skyggði á gleði mína þennan dag. Það átti að marka lömbin í dag. Mér fannst alltaf sárt að sjá þegar það var gert. En þetta er nauðsynlegt til að hver bóndi þekki sín lömb. En þetta átti nú ekki að vera aðalsöguefnið. Pabbi átti úr, sem var bilað og þess vegna bara geymt ofan í skúffu. Það átti að senda það í viðgerð seinna. Ég var eitthvað að snúast kringum mömmu og sá þá úrið og fór að skoða það. Eg spurði mömmu, hvort ég mætti vera með það smástund. Mamma sagði að það væri í lagi, ef ég pass- aði það og léti það á sinn stað aftur. Ég festi úrið á mig, og fór að leika mér. Skömmu síðar kom pabbi og sagði mér að búa mig og koma að smala lömbunum. Ég fór í úlpu og stígvél og svo lögðum við af stað. Þegar við komum norður að girðingunni, fórum við að hotta á ærnar heim á leið. Eftir nokkra stund, var ég orðin þreytt, og settist niður við stóran stein. Þegar ég var búin að hvíla mig, stóð ég upp og lagði af stað heim með ærnar. Við rákum ærnar inn í réttina fyrir ofan bæinn. Svo héldum við heim að bænum til að borða miðdegismatinn. Þegar ég var búin að borða, mundi ég eftir úrinu og ætlaði að fara að taka það af mér. Þá sá ég að það var ekki á handleggnum á mér. Ég var sem sagt búin að týna úrinu hans pabba. Mér brá nú heldur í brún. Kannski yrði pabbi voðalega reiður. Hvað átti ég að gera? Loks tók ég það ráð að ganga upp að rétt- inni og þaðan sömu leið og við rákum ærn- ar. Ég horfði vel í kringum mig. Hvergi sá ég úrið. Ég gekk alla leið að steininum, sem ég hafði hvílt mig hjá. Ég gekk hringinn í kringum steininn og þar í kring. Ég skoðaði ofan í lautir og skorn- inga, en hvergi fann ég úrið. Þá varð mér allri lokið. Framh. á bls. 35. 33

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.