Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 37

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 37
lesa. „Nam-nam“ sagði hann. „Það er víst fátt sem jafnast á við það að borða slíkt góðgæti. Markús vonaðist eftir að móðir hans mundi gleyma ritgerðinni hans. En svo var ekki, þvi miður. Hann sá á svip hennar, að hún var að bíða eftir að fá að sjá hana. Það var ekkert annað að gera, en að koma með hana. Dálítið skömmustulegur rétti hann móður sinni hana. Því næst tók hann skálina sína, settist fyrir framan eldinn og fór að borða það sem í lienni var. „Mér líkar hugsunarháttur þinn, Markús minn,“ sagði móðir hans. „En gætir þú ekki skrifað ritgerðina svolítið betur?“ „Þetta dugar alveg,“ svaraði Markús. Kennslukonan mín er ekki að finna að hlut- unum." Eiginlega var hann mjög hissa á því, að mamma skyldi ekki biðja hann að endur- rita hana. f stað þess rétti hún honum ritgerð- ina, alveg þegjandi. Það var langt liðið á kvöld, þegar Markús fór að hátta. Það var svo gaman að sitja í makindum fyrir l'raman eldinn, svo að hann langaði helzt ekki að fara þaðan. En nú mundi hann allt í einu eftir því, að hann hafði átt að lesa yfir 100. sálm Davíðs. Öll sunnudaga- skólabörnin áttu að skila honum á næstkom- andi sunnudegi, í sunnudagaskólanum. En það var orðið svo áliðið. Og ef til vill kunni hann þennan sálm. Hann var búinn að lesa hann svo oft. Þar að auki var það aðeins fimmtudagur. Það voru tveir dagar eftir til sunnudas;sins. Þá sræti hann lært hann betur. Það dugar alveg, hugsaði hann. Nú gat hann farið rólega upp í Iilýja rúmið sitt og haft það gott. Hurðin var opin inn í borðstofuna og þaðan frá heyrðist síðasta snarkið í arnin- um, eldurinn var alveg kominn að því að slokkna. Úti var slyddu veður og hann heyrði hvernig vindurinn og snjórinn börðu glugg- ann fyrir utan. Næsta morgun lá snjórinn í djúpum sköfl- um fvrir framan húsið þeirra. Þegar Markús var að fara inn í borðstofuna til þess að borða morgunverð, sá hann gegnum gluggann, föð- ur sinn vera að moka snjó. En Markús tók eft- ir því, og undraðist, að þegar faðir lians var nærri búinn að moka alla gangstéttina. skildi hann eftir svolítinn part, sem hann mokaði ekki. Hvernig í ósköpunum stendur á því? Markús barði í gluggann. „Pabbi, þú mok- aðir ekki alla stéttina,“ kallaði hann. En fað- ir hans tók rekuna á öxl sér og sneri aftur að liúsinu. „Þetta dugar alveg,“ svaraði hann. „Það er hér um bil búið!“ Þegar þeir, eftir litla stund, sátu saman við borðið, sagði pabbi hans við hann: „Þegar þú ferð í skólann, þá getur þú fengið ferð með mér, ef þú ert tilbúinn kl. 8.“ Markús flýtti sér eins og hann gat, að taka skóladótið sitt saman. Því næst fór liann í úlpuna sína og fór út. Þegar hann var búinn að ganga nokkur skref, sökk hann alveg niður í snjóinn, sem faðir hans 'hafði ekki mokað. Ég skil bara ekki hvernig pabbi er orðinn, hugsaði hann, á meðan hann var að reyna að taka snjóinn úr kuldaskónum sínum. Þegar hann var búinn að því, flýtti hann sér til pabba síns út í bíl- inn. „Ég hef hugsað mér að gefa ykkur frest til morgundagsins, með það að skila ritgerðum ykkar,“ sagði kennslukonan, þegar hann kom í skólann. Þetta var mikil liuggun fyrir þá 37

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.