Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 43

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 43
Vinátta barna og dýra Framhald af fjórðu kúpusíðu. það um leið og það fæddist. Hver veit. Og hér á blaðsíðunni er svo þriðji drengur- inn að gæla við hundinn sinn. — Svona á samlíf barna og dýra að vera. Innileg og trygg vinátta. Dýrin eiga að finna það, að þau eiga vin í börnunum. Hvaða dýr þykir þér vænzt um? Er það hesturinn? Er það kindin? Er það hundurinn? Er það kötturinn? Eða er það kannski kýrin af því að þér þykir góð mjólkin úr henni? Viljið þið skrifa Barnablaðinu um þetta, hvaða dýr ykkur þykir skemmtilegast? — Og ef þú hefur einhverja sögu að segja um uppáhalds dýrið þitt, þá sendu Barnablað- inu hana. Þetta getur orðið skemmtilegt íhugunarefni. Haldið ekki? En þá er bezt að þið skrifið utan á þau bréf: ADDA HADDA, HÁTÚNI 2, REYKJAVÍK. Hún átti nefnilega uppástunguna að þessu, sú litla. Hún er nú aldeilis hrifin af dýr- unum!

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.