Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 2
200 ÁRA AFMÆLI SUNNUDAGASKÓLANNA Á árinu 1980 mun verða minnst um víðan heim 200 ára afmælis sunnudagaskólanna. Þá var farið að gefa börnunum gaum, að þau þyrftu eitthvað við sitt hæfi, er gæfi þeim hlutdeild í fagnaðarerindinu. Form- fastar sunnudagamessur gátu farið fyrir ofan garð og neðan hjá börnunum. Sunnudagaskólarnir náðu skjótt út- breiðslu bæði í Englandi og ekki síður Ameríku. í Bandaríkjunum og Kanada er ekki ríkiskirkja. Fræðsla í kristnum dómi hvíldi því á heimilinu og söfnuðunum. Ríkisskólar tóku ekki að sér kristindóms- fræðslu. Innan kristninnar í Ameríku er sunnudagaskólahald fastur liður í starfi safnaðanna. Skólarnir eru reknir allt árið og þá bæði fyrir unga og eldri. Vel þjálfað kennaralið og efnisgögn til kennslunnar eru það besta er hugsast getur. Það er sama hvar niður er borið, hvort er í Ameríku eða Afríku, þá eru allstaðar sunnudagaskólar, þar sem börnunum er kennt um Jesúm Krist. í desember 1979 var sá er þetta ritar staddur í Stokkhólmi. í City kirkjunni var sýnd kvikmynd frá hinum stórkostlegu vakningum sem runnið hafa yfir Kóreu suður hlutann undanfarin ár. Allt starf Hvítasunnusafnaðarins undir forstöðu Ynoggi Chou er á heimsmælikvarða. Tugir þúsunda sækja þar kirkju og þúsundir barna fá kristilega fræðslu ísöfnuðinum þar sem fjöldi kennara fræðir börnin. Enginn íslendingur þarf að vera spyrjandi um sunnudagaskóla. Þeir hafa verið reknir hér á landi í tugi ára. Mest ber á brautryðj- endastarfi séra Friðriks Friðrikssonar í KFUM. Hundruð drengja og stúlkna er sátu við stól séra Friðriks hafa hlotið æfilanga blessun af. Sá er þetta ritar fór að sækja sunnudagaskóla 4—5 ára og varð síðar kennari um tugi ára. Það var mjög eðlilegt helgihald að ganga með börnunum og heyra söguna um Jesúm. Betra veganesti fyrir lífið er ekki finnanlegt. Katrine Booth eiginkona Williams Booth stofnanda Hjálp- ræðishersins var móðir margra barna. Börnin fylgdu foreldrum sínum á vegi trúarinnar. Hún var spurð, hver væri leynd- ardómurinn í því. Svar hennar var skýrt og ákveðið. ,,Ég var á undan Djöflinum". — Það er orðatiltæki meðal kristinna manna, að hafirðu frætt barnið og gefið því orðið um Jesúm svo það við sjö ára aldur hefir drukkið inn orðið með móðurmjólkinni, eða frá blautu barnsbeini, eins og Páll postuli sagði um Timoteus, þá fylgir barnið í flest- um kringumstæðum þeim vegi, er það hefir komist á æfilangt. Meðal Hvítasunnumanna er mikið barnastarf og þarf það að aukast sem mest. Ungt fólk er finnur sig verkefnalítið, hefir hér upplagt tækifæri, er gefst aðeins vissan hluta æfinnar og rennur svo burtu, þegar þau árin koma, að maður verður þreyttur og sljóvgast. Guð blessi sunnudagaskólana og alla þá er leggja þar hönd á plóginn. Ritstjórinn. 2

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.