Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 7
Óvænt frelsi Það var einu sinni breskur kaupmaóur, sem feróaðist meö tyrknesku skipi á milli hafna viö Miðjarðarhafió. Á skipinu tók hann eftir þræli einum, múhameðstrúar. Hann gaf sig á tal við hann, og fann að hann var skilningsgóður, fjör- ugur og tilfinningaríkur. Hann fékk manninn til að segja sér ýmislegt úr ævisögu sinni, og komst þannig að því, aó hann var frjálsborinn en hafði verið hernuminn. Það vaknaói meðaumkun í hjarta kaup- mannsins til þessa hjálparlausa fanga. Því betur sem hann kynntist honum, því annara lét hann sér um velferð hans. Og loks fór hann að hugsa upp ráð til að útvega honum frelsi. Hann grenslaðist leynilega eftir, hversu mikið hann myndi kosta, en þaö var talsvert meira verð en sá verslunarágóði, sem hann gerói sér von um aö hafa upp úr þessari ferð. Þó gat hann ekki sleppt þessari hugsun. Hann bauð vissa uþþhæð fyrir þærlinn, og aó lokum voru kaupin samþykkt. En þrællinn, sem haföi heyrt sumt af samtalinu og misskilið algjörlega tilgang kaupmannsins, hélt að hann keypti sig til þess að hafa sjálfur not af sér, meðan hann væri erlendis. Hann stökk fram og eldur brann úr augum hans, er hann hrópaði: ,,Þú kallar þig frjálsbor- inn Breta, óvin alls þrælahalds og þó kaupir þú mig! Hefi ég ekki eins mikinn rétt til frelsis og þú?“ Þannig hélt hann áfram með verstu fúk- yrðum, þangað til kauþmaðurinn leit blíðlega á hann og sagði: ,,Ég hefi keypt þig til að gefa þér frelsi". Á sviþstundu lægðist ofsi geðshræring- anna og þrællinn fór að gráta. Hann kastaði sér fyrir fætur frelsisgjafa síns og sagði: ,,Þú hefur eignast hjarta mitt. Ég er af fúsum vilja þræll þinn ævilangt Lesandi minn! Hvað gerðir þú fyrst þegar þú heyrðir, að Jesús hafði keypt þig dýru verði? Settir þú þig upp á móti kaupgjörð hans? Þú gerir þér ef til vill ekki grein fyrir að það var af kœrleika tilþín! Kemst ekki hjarta þitt við, þegar þú hugsar um þessi orð: ,,Til þess aö leysa þig, greiddi hann þetta háa gjald?" Og getur þú sagt við hann sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir þig: ,,Ég er þræll þinn að eilífu?" — Leiðsögubók Ferðamannsins. VITNISBURÐUR Jesús lifir Jesús elskar þig! Þetta eiga allir að vita, bæði stórir og smáir. ,,Því að svo elskaði Guó heiminn, aó hann gaf son sinn eingetinn, til þess aó hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Það hlýtur aó vera gott að eiga eilíft líf. Aó lifa að eilífu. Það eiga þeir, sem eiga lífið í Jesú Kristi. Jesús er sonur Guðs og Guð gaf okkur son sinn hingað á jörðina, til þess aó hann skyldi deyja. Hann dó fyrir okkar syndir. Hvar værum við ef hann hefði ekki dáið fyrir okkur? Guð átti bara einn son og hann gaf okkur þennan eina son sinn. Skyldu margir feður vilja gefa einkasynina sína til þess að þeir dæju? Ég held ekki. Guð er góður að vilja gefa okkur svona stóra gjöf, en af hverju viljum vió ekki taka við henni? Hvers vegna ekki aðtaka við henni núna? Ég tók sjálf við þessari gjöf þegar ég var fimm ára. Það var í Kirkjulækjarkoti í Fljóts- hlíð árió 1971. Fimm ár eru ekki hár aldur, en ég er alin upp við að elska Jesúm og ég skildi alveg hvað ég var að gera og ég sé ekki eftir því. Ég vona að þú, sem lest þessar línur, farir að hugsa um hvað Jesús gerði fyrir okkur þegar hann dó. Guð blessi ykkur. Kolbrún Ingimarsdóttir 7

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.