Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 17
Þaó voru 15 kílómetrar inn aö Háubrekku. Þar var nú aldeilis aðstaða til aó renna sér á sleða. Flestir strákanna höfóu verið þar, en Sverrir aldrei. Mamma hans gat ekki ekió honum inneftir, því hún varó aó passa yngri bræöur hans. Pabbi var mikið aö heiman, vegna vinnunnar, svo hann haföi engan tíma nema um helgar. Þá fóru þau til kirkju og í sunnudagaskóla, svo ekki gafst tími til sleðaferða. ,,Það væri nú gaman aó renna sér í Háu- brekku," sagði Sverrir. ,,Þú getur fengið aó fara með mér. Vió skulum koma heim og spyrja hana mömmu," sagði Haraldur og þeir fóru heim til hans. Mamma hans Haraldar var steinhissa á því að Sverrir hafði ekki komió inn aó Háu- brekku og hún sagói: ,,Þú mátt fara með okkur, Sverrir minn, en þú veróur að fá leyfi hjá mömmu þinni." Sverrir hljóp alla leið heim til að tala um þetta við mömmu sína. En mamma varð ekki mjög glöð þegar hann bar upp erindið. „Sverrir minn, ég veit ekki hvort þú mátt fara,“ sagði mamma. ,,Ég þarf að hjálpa til við að pakka fatasendingu til kristniboðsins og það á að gera þaó síðdegis á morgun. Ég var búin að lofa aó hjálpa til við þaó.“ Sverrir varó svolítið leiður. Hann vissi að mamma treysti því að hann mundi passa yngri bræóur sína. ,,Fæ — fæ ég þá ekki að fara?“ spurði hann. ,,Ég get ekki fengið neinn til aó passa börnin nema þig, en ég skal samt reyna hvort ég get leyst vandann," sagói mamma. Sverrir vonaði aó hún fengi aóra barna- píu, og hann fór út aó leika sér í snjónum. Þegar hann kom inn um kvöldió spurði hann mömmu: „Hefurðu fengið einhvern til aó passa?“ „Nei, en ég verð víst aó leyfa þér að fara,“ sagði mamma dauflega. „Ég veit að félagar þínir hafa allir farió inn eftir að renna sér og ég veit hvað þig langar mikið aó fara. Ég reyni bara aö taka börnin með mér í pökk- unina.“ Sverrir vissi aó það var mikilvægt aó mamma gæti hjálpað til við að pakka fötun- um ótrufluð. Pakkarnir uróu aó vera til á tilsettum tíma. Hann hafði oft heyrt sagt frá því hvernig þessi föt urðu fátæku fólki til hjálpar og bjargar. Einnig höfóu margir komist til trúar á Jesúm Krist vegna þessa starfs. Þegar Sverrir fór aó sofa um kvöldið bað hann bænirnar eins og hann var vanur. Snögglega hætti hann. Hann gat ekki haldió áfram. Það var eins og rödd talaði í huga hans. „Ert þú ekki sofnaóur,“ spurði mamma undrandi, þegar Sverrir kom á náttfötunum inn í eldhús. „Ég ætla að passa fyrir þig á morgun, svo að þú getir pakkaó fötunum,“ sagði Sverrir. Mamma varð mjög glöó og faðmaði Sverri að sér. Hún sagði: „Þú gleður mig mjög mikið og meó þessu hjálþarðu málefni Jesú og starfi hans.“ Um morguninn gaf Sverrir mömmu sinni afmælisgjöfina. Hún opnaði pakkann og var mjög ánægð með klútinn. „Þetta var góð gjöf. Ég ætla að hafa klútinn í dag. En vinur minn, þaö var þó enn betri gjöf að þú ætlar að passa fyrir mig í dag.“ Sverrir fór glaður í skólann. Þegar Sverrir kom heim úr skólanum fann hann sér bók, sem hann ætlaói að lesa um daginn. Allt í einu hringdi síminn. Það var mamma Haraldar. Hún sagði að af óviðráð- anlegum ástæóum yrði hún aó fresta förinni inn aó Háubrekku þar til daginn eftir. „Ég vona að þú getir farió með okkur á morg- un," sagði hún að lokum. „Bíddu aóeins," sagði Sverrir. „Mamma, má ég fara meó Haraldi inn í Háubrekku á morgun?" „Já, já,“ sagði mamma brosandi — og nú vissi Sverrir að hann gat hlakkað til að renna sér á fleygiferó niður bröttu brekk- urnar. 17

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.