Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 20
« SNJÓKARLINN, SEM ALLIR ÁTTU Nönnu langaði til aó halda „snjókarla-- boð“, og að sjálfsögðu var mamma til í það líka. Nanna bauð börnunum í sunnudaga- skólanum að koma og búa til heimsins stærsta snjókarl. „Ég skal baka vöfflur og búa til heitt súkkulaði," sagði mamma. „Það ætti að bragðast vel eftir að hafa leikið í snjónum.“ Þegar veisludagurinn rann upp, komu allir á réttum tíma. „Hjálpið þið mér að velta þessum snjó- bolta," sagði Nanna. „Við hjálpum þér,“ sögðu Manni og Palli, Súsanna og Gerða. Þau fóru öll að velta snjóboltanum. Því lengur sem þau veltu boltanum, því stærri varð hann. „Þetta er gaman,“ sagði Súsanna. „Það eru allir krakkarnir í sunnudaga- skólanum svo skemmtilegir," sagði Palli. „Þið eruð alltaf svo glöð.“ „Það er af því að við elskum Guð,“ sagði Gerða. „Þegar við elskum Guð, viljum við gera það sem rétt er.“ „Það er alltaf gaman, þegar vió hjálpumst að,“ sagði Nanna. Allir krakkarnir veltu nú saman öðrum minni snjóbolta og settu hann ofan á þann stóra. Síðast gerðu þau lítinn bolta og höfóu fyrir höfuð á karlinn. Svo höfðu þau steina fyrir augu, gulrót fyrir nef og kolamola fyrir brosandi munn. Þau settu langagrein gegnum snjókarlinn. Það voru hendurnar. Manni setti rauðan vettling á aðra höndina. Gerða setti grænan vettling á hina höndina. Palli batt gula trefilinn sinn um hálsinn á snjókarlinum. „Þetta er flottur snjókarl,“ sagði Nanna. „Nú skuluð þið koma og fá ykkur hress- ingu,“ kallaði mamma. Börnin hlupu öll inn. Það rigndi um nóttina. Um morguninn var nær allur snjórinn farinn. Og þar sem snjó- karlinn hafói verið, var rauður vettlingur, grænn vettlingur og gulur trefill. „Þetta var góður snjókarl,” sagði Nanna, „því hann skilaði aftur fötunum, sem við klæddum hann í.“ Þýtt Gullý. 20

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.