Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 22
fjarska glaður. Loksins talaði Anna við hann. Loksins er allt orðió eins og áður. Þau eru alein í kirkjunni. Maðurinn meó sóp- inn er horfinn. Þaó eru bara Anna, Tómas og sólin, sem eru þar inni. — Og Guð! Aldrei hefir hann fundið það svo örugglega sem nú. Það er svo kyrrt og friðsælt, þaö smellur af og til í ofnunum, annars heyrist ekkert hljóð. Um- ferðin á götunni úti er eins og langt, langt í burtu. — Hér ríkir kyrrð —. Tómas, segir Anna. Veistu, að ég er líka byrjuö aó biöja kvöldbæn. Enginn veit þaó. Ekki einu sinni mamma og pabbi. Þaó er eins og ég sé hrædd viö aö tala um það við þau. Það er samt heimskulegt. En það er þannig. Bíddu bara, segir Tómas, bíddu, og þú skalt sjá aö þau taka sjálf eftir því. Tómas er svo glaður. Já, mikið hamingjusamari en hann hefir verið lengi. í hjarta sínu talar hann allan tímann við Guð. Tómas, segir Anna aftur. Ég vil gjarnan koma meö þér hingað í kirkjuna aftur. Ég meina, seinna, þegar er guðsþjónusta hér. Viö erum ekki alein hérna núna, segir Tómas. Víst erum við það. Maðurinn með sópinn fór út. Það var ekki hann sem ég meinti. Guð er hérna líka, ég er viss um að Hann brosir til okkar. Guð? Er Hann hér núna? Hvers vegna held- urðu aö Hann brosi til okkar? Jú, svarar Tómas. Ég veit að Hann er hér, Hann er alltaf hér, Hann er alls staðar. Já, ég veit þaö, segir Anna, en ertu alveg viss um að Hann sé hjá okkur einmitt núna? Það er það sem ég er að segja, að Hann er alls staóar. Og Hann er hjá okkur einmitt núna. Þá þeygir Anna höfuðið ofurlítið. Svo spennir hún greipar. — Fyrirgefðu mér Guð, að ég var reið við Tómas, hjálpaðu mér að vera fjarska góö, og . . . og nei, það er svo erfitt! Ég get ekki meira! En þaö er nóg, segir Tómas brosandi, það er nóg Anna! Tómas er hamingjusamur aftur. Allt er orðið eins og áöur milli hans og Önnu. Nei, ennþá betra. Anna er farin að biðja kvöldbæn! Anna hefir loksins skilið að Guð er til! Tómas keyrir Önnu út úr kirkjunni. Hann rennir hjólastólnum fram hjá fólkinu á götunni, með þvílíkum hraða að Anna hrópar hátt. En hún hlær líka. Rauða hárbandið flagsast í golunni. Þökk Guö! Þökk Guð! Þökk Guð! hljómar fagnandi innra með Tómasi. ENDIR Snjókarlinn Litaðu vettlinga og trefil snjókarlsins. Þú getur líka teiknað nokkra hnappa á jakkann hans. 22

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.