Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 2
Ár trésins og börnin Fátt gleður augað meira en gróður, blóm og trjávöxtur. Drottinn allsherjar skapari alls, hefir útbúið Flóru sína, með margbreytileik og fjöl- breytni, sem orð nást varla yfir. ísland okkar góða land er fátækt af gróðri og skógum miðað við önnur suðlægari lönd. Oft er vitnað til sögunnar, að landið hafi verið skógi- vaxið frá fjöru til fjalls, þegar forfeður okkar námu það. Staðreynd er sú að dæmin sanna, að skógur, tré og runnar geta við góð skilyrði náð ótrúlegum vexti til yndisauka og prýði víða um þetta land. Þeir sem koma í Hallormsstað, Vaglaskóg og jafnvel i kaupstað eins og Akur- eyri, hrífast yfir að þetta skuli vera ísland. Geta börn nokkuð gert í þvi að klæða okkar land jurtum og trjágróðri. Fyrst af öllu ætti að brýna fyrir börnum að virða erfiði annarra og fara alls ekki skemmandi hendi, með ógætilega sinubruna og þ.h. að vori til. Troða ekki á græðlingum eða nýgróðursetningi. Foreldrar geta hér gengið á undan með fræðslu og góðu fordæmi. Hjón í kaupstað hérlendis voru að koma sér upp jurtabeði. I beðið sótti illgresi. Foreldrarnir höfðu ekki mikinn tíma aflögu og var farið íbeðið stund og stund. Meðan óx illgresið og arfinn. Eitt sinn töluðu foreldrarnir um ferðalag, sem þurftl að sinna af þeim báðum. Drengirnir sögðust vera einir heima, enda voru þeir 8 og 10 ára gamlir. Þeirákváðu með sjálfum sérog sín í milli að þeir skyldu nú gleðja foreldra sína, við heim- komuna, með því að reita beðið og útrýma ill- gresinu úr því. Þegar paþbi og mamma komu heim, sýndu drengirnir þeim verkin sín. Með dugnaði og natni höfðu þeir reitt allt beðið, svo hvergi sást arfalóg í beðinu. Tilsögn höfðu þeir enga fengið og reynslulausir voru þeir. Um leið og þeir reyttu illgresið tóku þeir alla græðling- ana með og köstuðu þannig út barninu með baðvatninu. Pabbi og mamma urðu lítt hrifin af þessari tiltekt, en gátu sjálfum sér um kennt að nokkru leyti. Drengirnir fengu þann lærdóm, sem kom þeim að haldi fyrir allt lífið. En reynslan varð þeim þitur og sár. Fyrir 32 árum síðan var sá er þetta ritar staddur austanlands í trúþoðsferð. Gist var hjá hjónum, sem bæði eru látin og börn þeirra farin. Húsið stendur ennþá með einum fegursta garði í þeirri þyggð. Einmitt þá kom bifreið í hlað með ógrynni af trjáplöntum. Önnur bifreið kom með áburð. Það þriðja kom einnig. Mikil gigt í bak húsbóndans, svo hann mátti sig varla hræra, hvað þá að vinna. Nú voru góð ráð dýr, en auð- leyst. Trúboðinn fékk stígvél og dag eftir dag var grafið djúpt, borin að áburður og gróðursett. Húsbóndinn stjórnaði verkinu og sagði til. Trú- boðinn vann eins og þörf var til og fékk lærdóm, sem gerði hann að gróður áhugamanni allt til þessa dags. Ekki þarf að taka fram, hvað gleður auga hans, ef hann kemur íþá byggð, sem hér um ræðir. Lesendur Barnablaðsins. Nemið allt um jurtir og gróður og trjárækt, sem þið getið. Með því getið þið prýtt þetta land okkar og verðið sam- starfsmenn Skaparans Drottins Guðs, sem gef- ur öllu líf, einnig jurtunum, okkur til yndis og ánægju auka. Ritstjórinn 2

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.