Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 23

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 23
9 Kristján fór með föður sínum til að undirrita kaupsamning, aö búgarði sem faðir hans var að festa kaup á. „Jæja, Jóhannes", sagði eigandinn við föður Kristjáns, ,,nú er jörðin komin í þína eigu og allt sem henni tilheyrir—og þará meðal hann Gráni gamli.“ „Gráni garnli?" Kristján leit upp. „Já, Gráni gamli er blindur hestur", hélt fyrri eigandi áfram. „Ég hefi notað hann mikið, og hann hefur þjónað mér dyggilega í fjölmörg ár. Hann þekkir landareignina og leiðir hér í kring, mikið betur en ég sjálfur. Þegar hann hljóp á rafmagnsvír, missti hann sjón á báðum augum og dýralækn- irinn ráðlagði mér að slátra honum. En ég gat með engu móti fengið mig til þess. Mér virðist að allt og allir — menn og málleysingar eigi sinn vissa sess í ráði Guðs, og þar á meðal Gráni gamli. Svo ég sleppti honum bara lausum, og hann flakkar um alla landareignina. Þú munt ekki hafa mikið af honum að segja, nema kan- nski tvisvar til þrisvar á ári. Hann vill helst halda sig út af fyrir sig.“ Fyrsta verkið sem faðir Kristjáns tók sér fyrir hendur, þegar hann flutti á nýja býlið, var að grafa eldvarnarskurð hringinn í kringum allar byggingarnar. Þessi skurður var í nokkurri fjar- lægö frá húsunum. „Nágrannarnir hér í kring segja að þaö sé langt um liðið, síóan sléttueldar gerðu vart við sig, en við getum ekki tekið neina áhættu", sagði faðir Kristjáns þegar þeir óku á dráttarvélinni. Sveitastörfin byrjuðu af fullum krafti, og Gráni gamli var gleymdur. Kristján sá aðeins einu sinni stóra hvíta hestinum bregða fyrir, þegar faöir hans lét hryssu og folaldió hennar út á sléttuna. Gráni gamli slóst í för með þeim, á beit í haganum um tíma. Þegar líða tók á sumarið, gerðist þurrt og heitt í veðri — sléttuelda tíðarfar. Eldingum laust niöur í dauðann trjástofn, og af einhverjum or- sökum varð eldurinn óviðráðanlegur. Þegar Kristján og móðir hans tóku sér far með flugvél, til aö heimsækja vini og kunningja þar til hættan af eldinum væri liðin hjá, sagði Kristján við föður sinn: „Þú mátt ekki gleyma hryssunni og folaldinu og honum Grána gamla.“ „Nei, ég ætla að koma þeim inn í hús, strax þegar ég kem aftur til baka“, svaraði faðir hans. Síðar, þegar öll fjölskyldan var aftur komin heim til sín, greindi faðir Kristjáns frá því sem gerst hafði. „Ég leitaði um allt að hrossunum, en gat hvergi fundið þau. Þegar svo myrkriö færðist yfir, gafst ég upp við leitina og hélt heimleiðis. Er heim var komið, sá ég mér til undrunar að öll hrossin voru þar komin með tölu. Voru þau innan við eldvarnarskurðinn. Ég er handviss um það, að Gráni gamli réði ferðinni, því að hryssan með folaldinu hefði aldrei getað rataö leiðina heim að búgarðinum." — Bible Adventures. 23

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.