Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 29

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 29
geti fengið það fljótlega?" ,,Eg skal hringja þeg- arvið komum á næstu bióstöö, og skýra þeim frá því sem gerst hefur. Svo verður þú að bíða, uns næsti áætlunarbíll kemur með veskið.“ Þær fóru úr áætlunarbílnum á næstu biðstöð. Þar biðu þær í þrjár klukkustundir þar til næsta áætlunarþíll kom. Þegar hann rann inn á stöð- ina, spurði móðirin vagnstjórann um peninga- veskiö sitt. ,,Nei, það er ekki meðferóis. Þeir hljóta aó hafa gleymt aö afhenda mér það“, svaraði þláklæddi ökumaðurinn. Nú varð móðirin stórum áhyggjufyllri. Hér stóðu þær uppi peningalausar og áttu ennþá eftir sex eöa sjö hundruð mílur, til borgarinnar þar sem amma bjó. Ó, hve hún bað heitt að enginn heföi tekió peningaveskiö hennar, ó- frjálsri hendi. ,,Kæri Guð, þú hefur ætíó uppfyllt allar þarfir okkar. Hjálpaðu okkur nú í þessum kringumstæðum." Farmióasalinn hringdi aftur til borgarinnar, þar sem þær skiptu um áætlunarbíl. ,,Já, veskið er hérna hjá okkur“, sögðu þeir. „Okkur láóist aö senda þaö með síóasta áætlunarbíl. Láttu hana bíða þarna, og þaö skal ekki bregðast aö senda það meö næstu feró.“ Móðirin stundi. Hugsa sér að veröa að bíða aórarþrjárklukkustundir. Þærvoru þegarfarnar að kenna hungurs, og Sandra var svo svöng að henni lá viö gráti. Þær héldu burt frá farmiða- sölunni. Skammt frá þeim stóó maður er fylgdist með þeim. Söndru fannst hann minna sig á afa sinn. Maóurinn gekk yfir til móður Söndru og sagði: ,,Ég varð óvart áheyrandi aö samræóum ykkar. Ég er viss um, að telpan hlýtur að vera orðin banhungruö. Reyniö ekki aö stööva mig. Ég ætla aó Iáta veitingastofuna senda ykkur dá- lítið af pylsum og mjólk.“ Móóirin klökknaói, þegar hún þakkaói mann- inum hjálpsemi hans. Að lítilli stundu liðinni, þegar þær sátu yfir pylsum og mjólk sagöi Sandra: „Var ekki Guö góður aö senda okkur þennan mat?“ „Já góða mín sagói mamma, hann hefur aldrei brugðist okkur." Eftir að þær höfðu matast, leiö tíminn hraöar uns von var næsta áætlunarbíls. Þegar rútan kom fékk móðirin veskiö sitt, og síóan lögöu þær upþ á ný með áætlunarbílnum, áleiðis til ömmu. Hjarta Söndru litlu söng af gleöi og fögnuói. „Þakka þér góði Guð fyrir hjálp þína.“ — Juanita Brown. ORÐHELDNI Söguritarinn W. Napier var einu sinni á skemmtigöngu uppi í sveit á Englandi. Þá hitti hann stúlku á fimmta árinu, er var að gráta yfir matarkrukku, sem hún hafói átt að færa föður sínum mat í krukkunni og var nú orðin hrædd um aö hún yrði hýdd, þegar hún kæmi heim. Þegar hún sá Napier koma, glaðnaöi yfir henni og von um hjálp skein út úr hinu litla, sakleysislega andliti hennar. „Getur þú nú ekki hjálpaó mér,“ sagði hún,“ og setti krukkuna aftur saman." Hann kvaðst nú reyndar ekki geta þaö, en sagóist skyldi gefa henni nóga peninga til þess, að kaupa aðra krukku í staðinn. En þegar hann opnaði pyngju sína, sá hann að engir smápen- ingar voru í henni. Hann lofaói þá litlu stúlkunni því, að hann skyldi koma næsta dag á sama tíma og sama staó, sem þau nú hittust á, og færa henni peningana. Sagði hann henni einnig, að hún skyldi segja móöur sinni aó hún hefói mætt manni, sem hefði lofað að gefa henni peninga til að kaupa nýja krukku. Hún gekk þegar heim til sín og hætti að gráta, því að hún var fullkomlega sannfærö um, að maðurinn mundi efna þaó, sem hann haföi lofað. Þegar Napier kom heim til sín, lá bréf á boró- inu hans, og í því var hann beðinn aö koma í kvöldveizlu á öörum bæ. í veizlu þessari bjóst hann við aö yrðu menn, sem hann langaði til aö tala viö. Hann fór nú að hugsa um, hvort hann heföi tíma til aó finna litlu stúlkuna áöur en hann færi í veizluna. En hann sá fljótt, aö það var ekki hægt, annað hvort yrði hann því að svíkja barn- ið, eöa missa veizluna. Hann kaus hið síðara, og sagði: „Ég vil ekki svíkja litlu stúlkuna, því hún trúði mér svo vel.“ Hann áleit sig skyldan til að neita boóinu, svo hann gæti haldið loforö sitt vió barnið. Fór hann síðan með peningana til litlu stúlkunnar á sama tíma og sama staö og hann haföi lofað henni. — Reyndar hefói hann getaö fengiö einhvern til að færa henni peningana, en þaó þótti honum rangt, því hann haföi lofað henni því, aö koma sjálfur. 29

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.