Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 33

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 33
MVERALDAR Á meðfylgjandi mynd getur þú séð stærstu konu í heimi! Hún er að vísu ekki alveg raun- veruleg kona, heldur einhver frægasta stytta í víðri veröld. Þú ert sennilega þegar búinn, að átta þig á því hverra manna hún er? Jú, þú átt kollgátuna. Þetta er engin önnur en Frelsisstytt- an, sem stendur við hafnarmynni New York- borgar í Bandaríkjunum. Ef þú átt heima í Reykjavík og nágrenni, reikna ég meö því að þú hafir einhvern tíma séð, styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, styttu Leifs heþþna á Skólavöruhæð og styttu Jóns Sig- urðssonar við Austurvöll. Ef þér finnst þær stór- ar og tignarlegar, eru þær eins og leikfanga- brúður, borið saman við Frelsisstyttuna. Einu sinni var talað um sjö undur veraldar. Eitt þeirra var risavaxið líkneski úr bronsi, sem bar nafnið: Ródosrisinn. Þessi risi var um 35 m á hæö, og stóð við höfnina á grísku eynni, Ródos. Það tók 12 ár að smíða þennan bronsrisa. En árið 224 f.Kr. hrundi hann í jarðskjálfta og eyði- lagðist. Hinn forni fallni Ródosrisi þótt stór væri, slag- ar samt ekki upp í Frelsisstyttuna, sem stendur ennþá föstum fótum á 61 m háum fótstalli. Sjálf, er styttan hvorki meira né minna, en 60 m á hæö! Það er nokkrum metrum lægra en turn Hall- grímskirkju, en hann er ekkert smásmíði. Þá er þyngd styttunnar ekkert smáræði, því hún vegur 220 tonn! Jæja, stóra konan með kyndilinn erekki held- ur neitt ungbarn, því að á þessu ári verður hún 94 ára gömul. Ekki þarf hún þó að kvíða elli og einveru, þrátt fyrir þennan háa aldur, því að meira en ein milljón ferðalanga hvaðanæva úr veröldinni, heimsækja hana á ári hverju. Frelsisstyttan var gerð á Frakklandi, og er úr kopar meö stálumgjörð. Franska þjóðin færði Bandaríkjunum hana að gjöf árið 1886. Hún er eitt helsta þjóðarminnismerki Bandaríkjanna. Þessi fræga stytta hefur stundum verið kölluð „móðir útlaganna", vegna þess að í skjóli tákns hennar, hafa milljónir innflytjenda og flótta- manna fundið langþráö griöland og frelsi, á amerískri grund. HSG. 33

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.