Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 34

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 34
Forvitna Katrín Katrín litla var ósköp lík öðrum ungum stúlk- um á sama aldri — ámóta há, ámóta sver og næstum þvíjafn falleg. En þeirsem þekktu hana, vissu aó í einu var hún vissulega einstök. Allar átta ára stúlkur eru svolítið forvitnar, en Katrín var verri en allar aðrar. Einu sinni, skömmu fyrir jól, var Katrín að hjálpa til í eldhúsinu. Henni þótti gaman að vera viðstödd, þegar mamma eldaði mat. Þetta til- tekna síðdegi var Katrín forvitnari en nokkru sinni fyrr. Hún rak fingurna niður í hverja skálina eftir aðra og smakkaði, hún var meö nefið í hverri kirnu. Svo varð mamma þreytt á þessu og sendi hana út í búö. Þegar nú Katrín þvældist ekki lengur fyrir, gat mamma lokið verkunum. Af því hún var búin að laga matinn, og Katrín átti von á vinkonum sín- um í heimsókn, ákvað hún að koma þeim á óvart. Hún tók sykurbrauð og skar þaö í tvennt, smuröi jarðaberjasultu á milli og lagði helmingana saman. Svo skreytti hún kökuna með vanillu- kremi, bananasneiöum og blóðrauðum kirsu- berjum. Kakan var mjög girnileg. Hún stakk kökunni langt inn í skáp, svo Katrín gæti ekki séð hana. Eftir stutta stund kom Katrín jafn forvitin og áóur. Hún vildi fá aö vita hvaö mamma hafði gert á meðan hún skrapp út. Hún gáði hvort nokkuð var að bakast í ofninum, en þar var ekkert. Þá hlaut mamma aó hafa sett þaö inn í skáp. Hún var aö því komin að opna skápinn, þegar mamma sagði: „Karen, þú mátt ekki opna skáp- inn“ — ,,Mig langar að sjá, hvaó þú bjóst til.“ — ,,Þú mátt ekki opna skápinn" svaraði mamma ákveðin. Nú tífaldaðist forvitnin. Hvaö leyndist í skápn- um? Þaö hlaut aö vera eitthvað sérstaklega gott. Hvað í veröldinni gat það verið? Hægt læddist hún að skápnum. ,,Karen!“ Karen skildi hvað mamma átti viö, og hún stökk frá skápnum. ,,En hvað er í skápnum?'1 spurði hún. ,,Hafðu engar áhyggjur af því. Það er bara svolítið handa þér og vinkonum þínum, sem þið fáið að gæöa ykkur á í kvöld." — „Mamma, má ég sjá þaö, bara einu sinni?" — ,,Nei.“ Um leið kallaði ein nágrannakonan á mömmu og baö hana um að líta á barn sem var lasið. Eftir að hafa aðvarað Karen um að snerta ekki við skápnum og að leika sér ekki með eldspýtur, fór mamma til nágrannans. Karen settist á stól og starði án afláts á skáp- inn. Ó, hvaö skyldi vera á bak viö skáphurðina? Hún hugsaói: Skyldi mamma nokkuð hafa á móti því aó ég rétt gægðist? Lokaaðvörun mömmu klingdi í eyrunum. En augun leituðu aftur og aftur að skápnum, og hana langaði svo að gægjast. Aftur hugsaði hún, bara einu sinni, einu sinni. Svo stóð hún upp og læddist að skápnum. Það var eins og lítii rödd hvíslaði í eyrað: Þú þarft bara að opna hurðina og þá sérðu. Því nær sem hún kom skápnum, því sterkari varð freistingin. Hún tók fram stól, klifraði upp á hann og tók um húninn á hurðinni. Það brakaði íhurðinni og hún leit í kring til að gá hvort mamma væri nokkuð að koma. En hún sá ekki neinn. Þegar hún var búin að opna hurðina kíkti hún inn. Ó, þarna stóð hún. En hvað hún vargirnileg! hún ætlaði að opna hurðina aðeins betur, en hurðin var þung og sveiflaðist upp á gátt. Karen var svo hrifin af kökunni að hún beygði sig yfir hana til að finna lyktina af kökunni. Henni fannst kakan svo falleg og hún fékk sér svolítið van- illukrem á fingurinn. Enn gott krem! Hún varð að fá sér svolítið meira. Einmitt þá heyröi hún hljóð eins og hið næsta sér og hún sneri sér við. Hún sá ekkert sem valdið gæti hljóðinu, en það var eins og eitthvað kæmi við fötin hennar. Hún varð hrædd og skellti aftur skáphurðinni, settist á stólinn og einmitt þá kom mamma. Karen reyndi að sýnast sakleysisleg á svipinn og mamma tók ekki eftir neinu. Þær hjálpuðust aö við uppvaskið og þegar því var lokið lagði Karen á borð. Allt átti að vera tilbúið þegar vin- konurnar kæmu. „Langar þig ekki að sjá hvaö er í skáþnum?" spurði mamma. ,,Jú, það væri gaman" svaraði Karen dauflega. Henni leið ekki vel. Mamma var svolítið undrandi, en sagði ekkert. 34

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.