Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 36

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 36
Ný framhaldssaga I þessu blaði byrjar ný framhaldssaga. Hún heitir Flóttamannabörnin og fjallar um þrjú þýsk börn, sem missa sambandið við foreldra sína vegna styrjaldar og fara að lokum til (slands. Höfundur þessarar sögu er af þýsku bergi brotinn og nú búsettur hér á landi. Hann þekkir sjálfur erfiðar kringumstæður barna í stríðshrjáðu landi og þau sorglegu örlög að flytjast landa á milli í kjölfar styrjaldar. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að heimsstyrjöldin síðari var háð. Þegar fjallað er um styrjaldir er oftast talað um hernaðarsigra, vígvélar og stríðstækni.hermennsku og hetjudáðir á víg- völlum og víðar. Það gleymist oft að fjalla um þann stóra hóp, sem saklaus líður í hverju stríði. Þá þegna, sem ekkert hafa til saka unnið nema að fæðast í föðurlandi sínu, sé það þá saknæmt! Börn missa foreldra sína og heimili, þau líða matarskort og tilfinningalega misþyrmingu, þau búa að því alla æfi að vera fórnarlömb stríðandi afla. Ekki er langt síðan að við, sem búum á friðsömu Islandi, fengum nýja þegna úr fjarlægu landi. Fólk, sem varð að flýja ættjörð sína vegna stríðs og eftirfylgjandi hörmunga. Sú saga sem gerðist fyrir fjörutíu árum í Evrópu er því miður enn að gerast víða um heim. Aðeins andiitin og umhverfið er breytt. Barnablaðið vonar að birting þessarar sögu megi veita lesendum blaðsins skilning á hörmungum flóttafólks og kenna þeim þakklæti fyrir að fá að búa við frið og velmegun á íslandi. Minnumst flóttamanna í bænum okkar. Hverjir þekkja okkur? Karl Hausmann Gréta Klein Gústaf Schwabe Afleiðingar stríðsins eru skelfilegar. Mörg börn hafa týnzt. Komið hefur veriö á fót sér- stökum leitarstöðvum fyrir börn. Skrifstofu- stúlkur færa upplýsingar um hvert einasta barn í spjaldskrá. Skrifstofan í Hamborg er troðfull af umkomulausu fólki. ,,Já, auðvitaó frú Klein, skipulögð leit aö for- eldralausum börnum hófst strax í júní. Má ég skrifa niður nöfnin. Þér megið fletta þessu al- búmi. E.t.v. sjáið þér mynd af börnunum í þess- ari bók.“ Frú Klein tekur upp mynd úr mjög snjáöu veski og útskýrir: „Þetta er Gréta og maðurinn minn til hægri. Vinstra megin á myndinni er systursonur minn, Karl.“ Frúin er sorgmædd og ellileg, þó varla nema fertug. Hún er aðeins ein af mörgum sem biðja um hjálp. En nú skulum við rekja slóð barnanna, sem þau þræddu, áöur en þau komust á lista leitar- stöövarinnar. 1. Hvítur sandur. Lestin þýtur af staö. Kalli og Gréta sitja and- spænis mömmu í klefanum. Þau eru aö fara í skemmtiferð til baðstaðar við Eystrasalt. ,,Ó, ég hlakka svo mikið til, mamma mín, ég vildi, aó pabbi væri líka hér, hjá okkur.“ Gréta andvarpar. Allir pabbar eru í stríðinu. Mamma lítur ásökunaraugum á Grétu. Þá man hún eftir því, að veslings Kalli fær ekki að fara heim til foreldra sinna, fyrr en um jólin. Kalli er frændi hennar Grétu. Hann á heima í Berlín. En um þessar mundir er mjög hættulegt að vera þar. Stöðugar loftárásir lama allt athafnalíf. Reynt er að koma sem flestum börnum á öruggari staði. Gréta hefði ekki átt að segja þetta. Hún er oft svo fljótfær. Nú horfa börnin út um gluggann. Laufskóg- urinn stendur í fullum skrúða. (kornar og dádýr leika sér þarna en hlaupa samt í burtu, er þau heyra í eimreiðinni. Mamma bendir þeim á rauðan ref, sem gægist fram milli trjánna. ,,Hann er líklega aö veiða héra í hádegismat," bætir hún við. Geitur eru tjóóraðar beggja megin járnbraut- arteinanna og bíta þar safamikið gras. ,,Erum við ekki bráðum komin?" ,,Eftir andar- tak,“ svarar mamma. ,,Ég sé sjóinn, hann er svo blár og spegilsléttur," kallar Gréta upp yfir sig af hrifningu. Þau koma einnig auga á strandlengj- 36

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.