Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 38

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 38
Þau eru fjarri skothvellum og æsingaseggjum. ,,Þú yngist upp sem örninn. Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum kúguöum. Svo langt sem austriö er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.“ Aö loknum lestri hellir mamma í bollana. Pabbi sker ekki viö nögl sér. Þess vegna biður Gréta hann, um aö smyrja brauósneió handa sér. Þaö er einmitt eftir svona vænni brauðsneið, sem Gréta hefur beöiö. Mamma er alltaf aö hugsa um aó spara. Allt er skammtaö og þessi smjörögn á að end- ast í heilan mánuö. ,,En hvaö þú varst góöur, aö færa okkur smjör, pabbi minn.“ Gréta smjattar ánægjulega. Pabbi segirfrá mannraunum. Kalli hlustar á meö athygli. Frændi hans kynnist svo mörgum. Hér í þessu afskekkta þorpi, gerist fátt merkilegt. ,,Mér veröur sérstaklega hugsaö til eins vinar míns“, heldur pabbi áfram og lítur á mömmu. Hann erfallinn núna. Vió vorum ísömu herdeild í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann fékk kúlur í bæöi lungun. Þaö fór alveg meö hann. Ég gleymi því aldrei hvaö hann minntist konu sinnar meö mik- illi viökvæmni: Hann sagöi: ,,Góó kona er ævin- lega yndisleg og fögur, jafnvel þó hún sé meö hrukkur í andliti og lotin í heröum. En fríö kona er ekki alltaf góð.“ Hann tekur í hönd mömmu og þrýstir hana innilega. Svo stendur hann upp og nær í pakka. ,,Má ég sjá, má ég sjá." ,,Láttu ekki svona, Gréta mín.“ Eitthvað mjúkt viökomu. Tvö lítil refaskinn. ,,Má ég eiga þau?“ En pabbi leggur þá þennan Ijómandi fallega loökraga um hálsinn á mömmu. Henni þykir mikiö til hans koma og er orðlaus af undrun. Loks sþyr hún: _,,Hefur þessi gjöf ekki verió ofboöslega dýr?“ ,,Ég læt þaö nú allt vera“, svarar pabbi. ,,Ég á alltaf dálítið meira en félagar mínir. Vín og tóbak eru eftirsóttar vörur. Við fáum ákveðinn skammt. Ég hef ekkert meó hann aö gera. Þaö kemur sér vel. Þá á ég alltaf aflögu handa fjölskyldu minni. Stundum skipti ég á þessum óþarfa varningi og fæ annað betra í staðinn eins og t.d. þennan loökraga." Börnin fá kexpakka. Mamma réttir þeim hálfa kexköku til aö byrja meö. Svo segir hún: ,,Þá eigum viö hann í marga daga, líka þegar pabbi er farinn og viö hugsum til hans, á meöan þiö borðiö kexiö." Framhald í næsta blaði. Skyndipróf Nú skulum viö æfa okkur í aö taka þróf. Fyrst skaltu taka þér Biblíu eöa Nýja testamenti í hönd og fletta upp á Jóhannesarguðspjalli. Svo skaltu lesa í því þriöja kafla 1—20 vers. Þarsegirfrá því þegar maður kom til Jesú og spuröi hann erfiðra spurninga. Viö höfum útbúiö spurningar, sem viö teljum frekar léttar, og nú átt þú aö prófa hvaö þú manst vel þaö sem þú lest. Þú skalt ekki svindla á prófinu, meö því aö kíkja á svörin áöur en þú svarar, því þá ertu fallinn! Þaó er nóg aö svara spurningunum meö rétt og rangt. SPURNINGAR: 1. Nikódemus var sjómaður. ____ 2. Nikódemus var ráöherra. ____ 3. Nikódemus kom til Jesú um hádegiö. 4. Nikódemus kom til Jesú um nótt. 5. Jesús sagöi: Enginn getur séö Guös- ríki nema hann endurfæðist. 6. Nikódemus sagöi: Yöur ber aö endurfæðast. 7. Móse hóf upp kind í eyöimörkinni. 8. Jesús sagöi: Því svo elskaöi Guö heiminn, aö hann gaf son sinn eingetinn, til þess aö hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. 9. Verk mannanna voru góö. _____ 10. Sá sem iðkar sannleikann kemur til Ijóssins. 38

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.