Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 43

Barnablaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 43
BARNATORG — BARNATORG Útskýring á myndasendingunni: Við systkinin höfðum teiknimyndasamkeppni hér heima með tveim þátttakendum. Það vorum við sjálf. Við kusum að teikna Guð. Hans mynd hlaut 20 stig en mín 15 stig. Þeim fannst hans betri þar sem hún er látlaus og ekki eins áberandi og mín. Með kærri kveðju, Líney og Theodór Laxdal, Túnsbergi, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri. P.S. Hvor finnst ykkur fínni? Við bíðum eftir stigum. 1 stig er 10, 2 stig er 5 og þriðja stig er 1. Lassý Lassý er hundurinn á Hóli. Hún á hvolp, hann heitir Týra og er falleg tík. Um daginn voru göngur og þá fór Lassý með Höllu, dóttur Péturs á Hóli, upp á Smjörfjall og þær smöluðu þar. Týra gat ekki farið með, af því hún var svo lítil. Siggi og Palli urðu eftir hjá Týru. Halla var ekki í neinum vandræðum með rollurnar af því að hún hafði Lassý, en hinir áttu í mestu vandræðum með bæði rollur og hunda. Eftir rúmlega eina klukkustund komu þau í réttirnar og þá gekk allt eins og í sögu. Ingunn Kristjana Vilhjálmsdóttir, 8 ára. BARNATORG — BARNATORG 43

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.