Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 12
12 4 Barnablaðið hefur lagt nokkrar spurningar fyrir börn og unglinga, í þessu blaði birtum við svör tveggja. Ef þú hefur áhuga á, þá getur þú svarað spumingunum og sent okkur svörin! Míkílvægast abtrúa á Jesúm — Kristileg. Hvert er uppáhaldslagið þitt? — Er frelsarann sá ég við vatnið. Hvert er uppáhaldsritningarversiö þitt? — Jóhannes 3:16. Hvaða aldur heldur þú að sé bestur? — Sautján ára, því þá get ég tekið bílpróf. Hvað telur þú mikilvægast ílífinu? — Að trúa á Jesúm Krist. Hvað hræðistu mest? — Að vera ekki viðbúin þegar Jesús kemur. Hvað forðastu helst? — Að gera það sem er rangt. Ertu stundum einmana? — Já. Hver er æðsta ósk þín? — Að þjóna Jesú. Leiðist þér oft? — Já. Hvað gerir þú þá? — Les eða dunda mér. Hver er skemmtilegasta þókin sem þú hefur lesið? — Biblían. Hvers vegna? — Vegna þess að hún er lifandi og fræðandi. Hvaða tónlist finnst þér skemmtileg? Hvað finnst skólafélögum þínum um trú þína? — Þau eru ósköp afskiptalaus. Hvernig ímyndar þú þér himininn? — Yndislegasti staður sem hægt er að ímynda sér. Hvaða frásögn Biblíunnar þykir þér vænst um? — Þegar Jesús fæddist. Hvaða bænasvar er þér minnisstæðast? — Þegar sprakk á hjólinu mínu bað ég Jesúm um aó hjálpa mér og hann gerði það. 1 Hvað metur þú mest í söfnuðinum? — Sunnudagaskólann. Hvers vegna gladdist þú nýlega? — Ég fékk nýjan kjól og kápu. Hrefna S. Wiium, 12 ára * ■TP-TBSI

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.