Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 21

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 21
Barnablaðíð „Við verðum að biðja Drottinn að gefa okkur skó.“ gesturinn undrandi. ,,Þú hefur ekki ennþá mát- að þá!“ ,,Ég hef engar áhyggjur af því“, svaraði afi. „Þegar Drottinn sendir mér skó sendir hann mér rétt númer!“ Amma hló niðurbældum hlátri og tók aftur til við þrjónana sína. „Þannig meðhöndlar Guð börnin sín“, var hún vön að segja. Sögurnar hennar ömmu hrifu mig og ég bar mikla virðingu fyrir bænum hennar, en það var ekki fyrr en ég var níu ára gömul, aó ég varð vitni að bænasvari sem sannfærði mig um að Guð hlustaði svo sannarlega á bænir ömmu. Þennan tiltekna morgun höfðum við verið að laga hlauþ, og sólin skein í gegnum sultukrukk- urnar á borðinu. Glæolían sem látin var yfir var lengi að hitna á eldavélinni. Skyndilega komst smá neisti íglæolíuna, kveikti í henni og eldurinn læsti sig í vegginn bak við eldavélina. Eldtung- urnar náði fljótt til loftsins og ég hljóp skelfingu lostin að dyrunum. Ég mun aldrei gleyma ömmu þar sem hún stóö með trésleifina í hendinni og horföi til lofts. „Drottinn, slökktu hann“, sagði hún. Og hann gerði það á stundinni! Ekki einn einasti neisti var eftir. Hefði ekki loftið verið svart af sóti heföi ég haldið aö þetta væri draumur. Ég stóð orðlaus af undrun þegar amma fór rólega að hreinsa til óhreinindin. ,,Við hverju bjóstu barniö mitt?“ sagói hún þegar hún veitti því athygli aó ég stóö ennþá undrandi í dyragættinni. „Hélstu aö Guð mundi láta húsið brenna ofan af okkur?“ Hvers hafði ég vænst? Ég verð að játa aó hefði verió ráðrúm og tími að leiða hugann aö þessu, hefði ég ekki búist við kraftaverki. Jú, ég vissi aö Guð gerir kraftaverk. Ég var upþalin við þessar sögur. En fyrir mig? Það var einum of mikið. Fyrstu viðbrögó mín hefóu verið aó kalla á ná- grannann, en ekki Guð. Hefurðu séð nokkur kraftaverk nýlega? Þú hefur aldrei séð neitt? Þá er það aðeins vegna einnarástæðu. Þú hefurekki beðið Guð um það! Guð geymir ekki einungis handa ömmum, prédikurum og þeim sem eru vanir að biöja kraftaverk, heldur er hann reiðubúinn aó gefa sérhverju barni sínu kraftaverk þegar það ákall- ar Hann. „Drottinn, slökktu hann“, sagði hún.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.