Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 28

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 28
28 Hjálp á neybarstimd Litla húsið við skógarjaóarinn leit mjög illa út, þar sem það stóð meö litla glugga og gamla, mosaklædda stráþakið. Fátæklegra hús fannst ekki þar um kring. Ekkjan María Sörensen og dóttir hennar Vita voru án efa fátækustu mann- eskjur þar í sveit. Það var erfiö barátta fyrir móðirina aó sjá fyrir þeim, og erfitt var það búið að vera í þau þrjú ár, sem liðin voru frá því að maðurinn hennar lést af slysförum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika fannst ekkjunni að aldrei hefði hún staöið í erfióari kringumstæöum en nú, er hún sat við sjúkrabeð dóttur sinnar. Vita litla var mikið veik. í nokkrar vikur var hún búin að liggja og virtist sem kraftarnir minnkuðu. Sérstaklega var þetta kvöld, mikill hiti og það eina, sem hún nærðist á var mjólk. Ó, hvað það tók móðurina sárt, þegar hún gaf henni að drekka síðasta mjólkursopann. Víta drakk meó miklum ákafa og bað um meira. Þá spennti móðir hennar greipar og bað Jesú aö hjálpa sér. Sjálf átti hún enga peninga, og hún vissi að maðurinn sem hún keypti mjólkina hjá, mundi ekki láta hana fá meira, ekki fyrr en að hún hefði borgaó honum skuldina. En nú ætlaói hún að leita hjálpar hjá nágrannakonu sinni frú Thomson. Þegar barnið var sofnað fór hún í kápuna til að tala við ná- grannakonuna. ,,Kæra frú Thomson, viltu ekki vera svo góð að lána mér svolítið af mjólk? Þar sem ég mun sauma fyrir þig í næstu viku, þá getur þú dregið peningana frá, Vita litla er svo veik núna, það eina sem hún nærist á er rnjólk." Frú Thomson var hjartagóð kona. Hún leit með meðaumkun á gest sinn og sagði: Ef ég gæti, mundi ég láta þig fá peninga, en því mióur hefi ég enga, ekki fyrr en á morgun að maðurinn minn kemur heim. Ef mig hefði grunað að þú værir í þessum vandræöum hefðum vió látiö vera að drekka mjólk með kvöldmatnum. Frú Thomson tók þetta nærri sér, að geta ekki hjálpað nágrannakonu sinni, og verr leið henni þegar hún sá stór tár renna niður vanga hennar. María var fljót að átta sig og þurrkaði í skyndi tárin af augum sér, sagði svo: „Fyrirgefðu mér, en ég er svo hrygg barnsins vegna. Hvað sem öðru líður ætti ekki að gráta eða syrgja en snúa augum mínum til okkar trúfasta Frelsara. Hann mun örugglega hjálpa, því Hann, sem fæðir fugla himinsins og klæðir liljur vallarins, sér, í hvaða mikilli neyð ég er.“ Um leið og María sagði þessi orð, kom dreng- ur út úr herþerginu, þetta var sonurinn í húsinu. Hann hét Kaj og var mjög hjálpsamur. Hann hafði legið í rúminu, því hann var háttaður, og hlustað á það sem þær töluðu um. Hann hafði mikla löngun til að þjóna Jesú þess vegna tók hann ákvörðun, hann vildi hjálþa. Hann fór á fætur og kom til mömmu sinnar og Maríu og sagði: „María, ég haföi hugsaö mér aó fara í skólaferðalag á morgun og hefi þess vegna safnað mér peningum til ferðarinnar, en þegar ég hugsa um litlu dóttur þína, vil ég að hún fái peningana. Hér eru þeir.“ Hann rétti henni þá. J Buddan var úttroðin, því þetta voru aðeins smá- peningar. Guð blessi þig, vinur minn, en þessa fórn get ég ekki þegið af þér. Þú skalt taka við þeim, því aó þetri notum koma þeir ekki, sagði Kaj glaðlega. Nú heyrðu þau að bankað var að dyrum, og t

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.