Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 29

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 29
Barnablaöið maðurinn, sem María keypti mjólk hjá, kom inn. Hann var hálf vandræðalegur er hann sagði: Þaó er ekki fallegt aó standa og hlusta á samtal fólks, en ég gat ekki annað, og nú hefi ég heyrt þaó sem þið hafið verióað tala um hér íkvöld. Ég sé, að ég hefi verið of harður, María komdu og fáöu mjólk hjá mér, hvort sem þú hefur peninga eða ekki. Ég hefi tekiö eftir ykkur trúaða fólkinu, og mér skilst að hjá Jesú leitið þió hjálpar í allri neyð. Ef til vill getur hann líka hjálpað mér, þvíég þarfnast hjálpar hans núna. Ég hefi komist aó því að auðæfi nægja manni ekki. ,,Já, Jesús getur hjálpað í allri neyð,“ sagói María. Hún fór meó manninum og fékk þá mjólk sem hún þurfti allan tímann sem barnið var veikt eöa þar til Vita varö aftur heilbrigð. Og Kaj gat farið í skólaferöalagið. E.M. Aðeins tunglib! Hér kemur frásögn um skarpa og fljóta hugsun, sem varð mörgum til lífs og björgunar frá slysum og harmkvælum. Járnbrautarstjórinn skildi þetta ekki. Þaö er sterkt Ijós þarna niður viðjárnbrautarbrúna, sem liggur yfir ána. Þó greindi hann ekki fólk. ,,Ef til vill ætti ég aó draga úr feróinni og stoppa lest- ina“, sagði hann. Aðstoðarmaður járnbrautar- stjórans sagði, að þetta væri aðeins tunglið. Það væri svona rautt í ágústmánuði og nú væri þaó í fyllingu sinni. — Haltu bara áfram. Niðri viö brúna var Lárus, sonur skógarvarð- arinsog veifaði rauóu Ijósi. Það hafói komið íljós að einn burðarbitanna í brúnni hafði gefið sig. Væri járnbrautinni keyrt með fullri ferð yfir brúna, þá gæti hún gefið sig og mikið slys yrði þá óumflýjanlegt. Þegar Lárus stóö þarna og veifaði rauðu Ijós- inu, dofnaöi það hægt og slokknaði. Rafhlaðan var tóm! Góði Guð stoppaóu járnbrautina. Stoppaðu, stoppaðu hana! Um leið og járnbrautin kom aö síðustu beygjunni, fyrir ofan brúna, heyrði Lárus ýskur í bremsunum. Brautin stansaði um það bil 10 metrum frá brúarendanum. Guli bjarminn frá tunglinu var orðinn svo rauður, svo járnbrautar- stjórinn var viss um að það var viðvörunarljós er hann sá. Frh. á bls. 43. Hvað vantar? Það vantarfimm hluti íannaö eldhúsið. Getur þú fundið hvað það er? Sendu okkur svar við því, mundu eftir aó skrifa fullt nafn og heimilis- fang. Við drögum úr réttum svörum og veitum þrenn verðlaun. Svör verða að berast fyrir 15 febrúar n.k. Heimilisfang okkar er: Barnablaðið. Pósthólf 5135, 125 Reykjavík

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.