Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 32

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 32
Einkunnabókin ,?fv/lig langarekki ímorgunmat ídag, mamma," sagði Mark. „Kannski bara smá Tropicana." Ég er ekki svangur". Hún setti ávaxtadrykkinn á borðið fyrir framan hann. Hann þakkaði bæði mömmu og Guði fyrir matinn. Hann baö bara stutta bæn. ,,Takk góði Guó fyrir matinn, Amen". Þaó var eitthvað aó hjá Mark. Mamma hans gat séó það á honum. En hún ákvaö aó spyrja einskis. Hann myndi segja frá því seinna. Hún hélt það gæti ekki verið skóiavandamái. Því honum gekk alltaf vel. Á einkunnasþjaldinu stóö aldrei annað en A og B. Hún klappaði honum hlýlega á axlirnar, rétti honum nestið og sagði, ,,gangi þér vel‘‘. Hann var á leiðinni í skólann. Lára slóst í för með honum við hornið. ,,Hæ, Mark,‘‘ sagði hún hressilega. ,,Ég var að hlusta á kardinála syngja áðan. Það var eins og hann syngi ,falleg, falleg, falleg" fyrir mig. Hefur þú gaman að kardinálum, Mark?" ,,Já“, svaraöi hann dauflega. ,,Hvað er að, Mark?“ spurði hún. ,,Ertu veikur eöa hvaó? Af hverju ertu svona daufur?“ „Vió fáum einkunnirnar í dag, Lára. Og ég veit, aö ég fæ lága stærðfræðieinkunn. Mér fannst prófið erfitt. Ég gat ekki reiknað öll dæmin rétt.“ Þau komu í skólann á réttum tíma. Bjallan hringdi og kennslan hófst. Kennarinn spurði strax, ,,Mark, hvar er heimaverkefnið þitt— rit- gerö um ,,Hvað geröi ég í sumarleyfinu?“ Mark hikaði, en svaraði síðan. ,,Ég gat ekki lokið við það, fröken Lína“. „Stattu upp og segóu bekknum hvaö ritgerðin fjallar um." „Ritgeróin mín er um það, þegar ég fór í sum- ardvöl með kirkjunni," sagói Mark. ,,Vió lásum Biblíuna og fórum í gönguferðir til að rannsaka náttúruna í kring um okkur. Kennarinn sagói okkur frá hlutum, sem við gætum lært um í hin- um stórkostlega skóla Guðs sköþunar. Á kvöldin sungum vió kring um varðeld. Og eitt kvöld vöktum vió lengi til aö horfa á stjörnurnar. Kennarinn sagði að til væru milljónir stjarna, og Guð þekkti þær allar meó nafni. Hann sagði að Guð léti þær ,hanga á engul' Það var svo margt sem mig langaði að skrifa um sumardvölina, að ég gat ekki lokið við ritgerðina, áður en ég fór að sofa.“ ,,Allt í lagi, Mark,“ sagði Lína kennari. ,,Þú skalt skila því sem þú hefur lokió við af ritgerðinni." Skóladagurinn leiö. í reikningstímanum henti Don bréfkúlu í hnakkann á Mark. Kennarinn sá Mark hrista höfuóið og spurði, ,,hvað er að Mark?“ Mark svaraði „fyrirgefðu, fröken Lína, en ég vil ekki segja það.“ Og hún lét þetta eiga sig. Þegar skólinn var búinn, kallaði Don, „bíddu eftir mér Mark. Ég ætla aö veróa samferða þér heirn." Svo spurði hann strax, „hvaó fékkst þú í stærðfræði?" „D, sagði Mark með grátstafinn í kverkunum. „Ég fékk A,“ sagöi Don ánægður. „Já, en ég gerði ekki það, sem þú gerðir. . .“ „Hvað geröi ég?“ „Þú veist það Don, þú svindlaðir. Þú skrifaöir svörin eftir blaðinu hennar Láru.“ „Þú hefðir líka geta gert það Mark. Þú hefðir líka getað fengiö A í stærðfræði." „Að svindla, er að Ijúga. Og í einu af boöorð- um Biblíunnar stendur: Þú skalt ekki ljúga.“ Þeir voru komnir á gatnamótunum. Don stansaði og leit á vegvísinn. Á örinni sem benti í norður stóð „til Jakson — 15 mílur.“ Hin örin

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.