Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 33

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 33
Barnablaöib benti í gagnstæóa átt og á henni stóö: ,,til Columbus — 37 mílur". „Snúurn skiltinu viö‘‘, sagói Don, um leió og hann teygði sig upp til aö snúa því. ..Hjálpaöi mér, Mark. Viö skulum leika á ein- hvern." ,,Nei, Don. Ég ætla ekki aö hjálpa þér. Þaö verður til þess aö margir villast. Mamma og pabbi yröu mjög hrygg, ef ég gerói nokkuó slíkt.“ ,,Þau þurfa ekkert aö vita þaö. Komdu! Mark.“ ,,Nei, Don. Þau treysta mér til þess aö gera ■ þaö sem er rétt.“ ,,Uss, þú ert auli,“ hreytti Don út úr sér. ,,Ég skal gera þaö sjálfur," sagói hann um leiö og hann byrjaði aö snúa vegvísinum. Mark hélt áfram. En Don hljóp og náöi honum. Eftir smá stund spuröi Mark. ,,Don, ferö þú stundum í sunnudagaskóla?" ,,Nei, ég fer á fótboltaæfingar á sunnudög- um.“ ,,Viltu koma meö mér á sunnudaginn? Geróu þaö. Sunnudagaskólakennarinn segir okkur hvað Biblían segir um hlutina . . .“ ,,Nei, Mark, ég vil heldur æfa fótbolta." ,,Ég ætla aó biðja fyrir þér, Don. Mér fellur vel viö þig. Og Guð elskar þig. Þú kemur bráöum í sunnudagaskólann með mér.“ „Kannski, einhvern tímann," svaraði Don og bætti við. ..Sjáumst á morgun“. Því þeir voru komnir aö gatnamótunum þar sem Mark bjó. ,,Ég er kominn, marnma," kallaói Mark og hún kom fram úr eldhúsinu til aö heilsa honum. „Hérna eru einkunnirnar mínar. Ég er leiður yfir þessu D-i í stærófræöinni" sagói hann. ,,Viö skulum tala um þaö vió pabba þinn seinna,“ svaraði hún. Þegar þau höföu spennt greipar og hneigt höfuö sín viö matarboröió, sagöi pabbi Marks. ,,Vilt þú biöja Mark?“ „Góöi Guð,“ baó Mark. „Þakka þér fyrir þennan góöa mat og elsku pabba og mömmu. Guö, ég er leiður yfir þessu D-i í einkunnabók- inni. Viltu hjálpa mér til aö gera betur næst. Og Guó, viltu fyrirgefa Don, aö hann skyldi breyta vegvísinum og veröa þess valdandi aó margt fólk villist. Hjálþaöu Don til aö veröa góöur drengur. Þakka þér fyrir allt. Amen.“ „Eigum viö aö ræóa um einkunnabókina hans Mark núna?“ spurði mamma hans og snéri sér aö pabba. Pabbi hans brosti breitt til Marks og sagói. „Nei, ég heild viö þurfum ekki aö ræöa neitt um hana. Ég gat séö það á bæn Marks, að hann er á réttri leið.“ Þýtt G.J.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.