Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 42

Barnablaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 42
42 ininn. Pabbi nær í stjaka og festir kerti í honum. Nú er ekki lengur dimmt inni. Þegar þau öll eru sest viö borðið, fer pabbi með versið: „Drottinn, vér þökkum þér, því að þú ert góöur, því að miskunn þín varir að eilífu." Gréta upþgötvar sér til mikillar gleói mjólkur- könnu á borðinu, sem er eins og kisa í laginu, og aðeins notuö við hátíðleg tækifæri. Pabbi lítur með áhyggjusvip til mömmu. „Þrumuveður í aðsigi. Við skulum fara strax að sofa og fara á fætur þegar óveðrið dynur yfir.“ Börnin eru látin sofa í fötunum. Það kólnaði snögglega eftir hita dagsins. I nótt ætlar þabbi að vekja þau. Þaö gæti slegió að þeim í nótt. Þá ergott fyrir þau að vera alklædd. Þau gætu hvort sem er ekki fundið fötin sín í myrkrinu. Mamma fær ævinlega höfuðverk, þegar veður er mollulegt. Þaö bregst ekki. Þá mega allir bú- ast viö þrumum og eldingum seinni hluta dags. Pabbi fer margar ferðir út aó brunninum með vatnsfötu. Hann er vanur aö gera þessa neyóarráðstöfun. Hver getur sagt fyrir um það, hvort eldingu slær nióur í hús þeirra? Nú er hann búinn aö fylla öll ílát inni og úti, þar að auki er hann búinn aö dæla vatni í stórt ker- ald. „Jæja, þá ættum við að geta slökkt eldinn, ef til þess kæmi.“ „Minnstu ekki á það pabbi,“ segir mamma lágt. Þau þvo upp leirdiskana í sameiningu og slökkva síðan á olíulampanum. í fjarska heyrast þrumur og eldingar sjást. Vindurinn þýtur í trjákrónunum kringum bæinn. Starrinn flýgur upp úr hnetutrénu, auðsjáanlega órólegur. Þrumurnar berast nær. Pabbi og mamma vekja börnin. Húsþakið er úr stráum, og það kann að verða of seint, aó ætla að bjarga lífi sínu, þegar eldingu hefur slegiö niður í þakið, því er allur varinn góður. Öll standa þau og hlusta meó öndina í háls- inum. Skyndilega verður stofan skínandi björt, eins og um hábjartan dag. Svo drynja þrumur rétt á eftir. Skógurinn skelfur, já allt húsió nötrar. Gréta heldur fast utan um mömmu. Mamma fer að raula lagstúf: „Enginn þarf að óttast síður, en Guðs barna skarinn fríður." Kalli má ekki láta á neinu bera. Hann verður aó sýna karlmennsku eins og frændi. Öll dýrin í skóginum halda kyrru fyrir. Einnig þau eru kvíöafull. Smátt og smátt færist þrumuveðrið nær. Það eru ennþá eldingar, en tíminn lengist þar til þruman drynur. Loks segir pabbi hug- hreystandi: „Nú getum viö andað rólega, þetta er liðið hjá.“ Mömmu léttir. Höfuðverkurinn er að hverfa, loftiö er aftur oröiö ferskt. „Einu sinni máttum viö vaka í þrjá tíma. Hávaðinn ætlaði alveg aö æra okkur." Mamma og pabbi þakka Guöi fyrir vernd sína þessa nótt, og nú sofna þau öll, meðan rigningin vætir þurran jaróveginn. 5. í skóginum. Það rennur ugp yndislegur dagur. Gréta hleypur berfætt út, til að kyssa rauóu draumsól- eyjarnar í hlaövarpanum og strjúka baldurs- bránum hlýtt um kollinn. Mamma er leið, því pabbi á aó fara aftur í kvöld. Fríió er á enda. Pabbi er snillingur í aö gera hverja stund aó hátíð, og einnig nú finnur hann upp á því, aö dvelja allan þennan dag í skóginum. Hann tekur til nesti í körfu og eftir dálitla stund, þræóa þau holótta veginn, sem liggur inn í skóginn. Trén eru svo gríðarlega há. Þau eru öll meó andlit, sum eins og gamlar konur, önnur með sítt al- skegg og enn önnur eins og lítil nýfædd börn. Trén þurfa að vaxa, alveg eins og við, til aö geta orðið svona feiknahá. Sum eru búin að lifa í heilan mannsaldur, önnur í margar aldir. Trén, sem eru enn ekki komin til ára sinna, eru í skóla. En svo nefnist þetta svæöi, þessi afgirti friðaði reitur. Líklega er skógarvörðurinn kenn- ari þeirra. Pabbi þekkir nöfnin á öllum trjám, og hann veit líka hvaða fuglar búa í greinum þeirra. Allt í einu koma þau auga á mauraþúfu. Þetta er stórbýli, þarna liggja mörg göng, og allt iðar af lífi og athafnasemi, „maurarnir mega ekki bíta okkur" vælir Gréta. Kalli athugar þetta litla iöna þjóðfélag nánar. Hann virðist vera efni í vísindamann, þar sem hann beygir sig niður til aö sjá þessi litlu dýr betur. Við getum margt af þeim lært,“ segir pabbi. Þau lifa saman í friði. „Ef við mennirnir getum ekki lært að lifa í friöi, veröum við allir aö deyja." Mamma tyllir sér á trjástofn og tekur upp prjónana sína. Þá skilur hún aldrei við sig. Gréta á fallega tuskubrúðu meö fléttur úr gulu perlu- garni og nú býr hún um hana í mosanum, hún lætur hana drekka úr blómabikar og hefur njólafræ fyrir kakó. Kalli og pabbi halda lengra inn í skóginn. Frændi er orðinn trúnaðarvinur Kalla. Hann

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.