Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 11
BARNABLAÐIÐ 11 Fyrir um þremur árum ákváöu nokkrir hressir krakkar að stofna kór. Þessi kór átti að verða öðru- vísi kór. Hvað þýðir nú það? í fyrsta lagi átti aðeins að syngja sálma. — Er það ekki sama og hundrað kirkjukórar gera? Jú, reyndar. En við hverju má búast þegar kórfélagar, rétt rúmlega skriðnir af gelgjuskeiði, vilja syngja sálmalög sem eru öðruvísi en við eigum yfir- leitt að venjast? Einmitt, þú hittir naglann á höfuðið. Þau syngja sálma með léttum brag og lífleg- um takti. Af hverju að syngja sálma? Sálmar eru trúarljóð, fjalla með- al annars um Guð og Jesú og hluti, sem við lesum um í Biblíunni. Meira að segja er talsvert mikið af sálmum í henni. Krakkarnir kusu að syngja sálma, vegna þess að þau eru trú- uð og sálmarnir fjalla um það sem þeim er kærast. Þá kom að þrautinni þyngstu, það var að velja nafn á kórinn. Margar tillögur komu fram og því miður höfum við ekki pláss til að birta þær allar. Annars yrði þetta framhaldssaga fram á næstu öld. Loks var valið nafnið: LJÓS- BROT. LJÓSBROT hefur margræða merkingu, það getur táknað ákveðið fyrirbæri, þegar Ijós fellur á glerstrending og regnbogi myndast. Einnig getur það merkt að um brot af Ijósi sé að ræða. Okkur grunar að krakkarnir hafi viljað endurspegla Ljós heimsins, vera brot af því. Ljós heimsins er Jesús. Kórinn æfir vikulega og syngur oft fyrir áheyrendur. Ljósbrot hefur einnig ferðast um landið og ætlar að gera meira af því í framtíðinni. Verið því á varðbergi og látið LJÓSBROT ekki fram hjá ykkur fara. Við fengum eitt „Ijósbrotið" til að Ijósta upp miklu leyndarmáli fyrir ykkur. Að gefnu tilefni er nafn við- komandi ekki gefið upp. Hér kem- ur leyndarmálið:,, Nú er hljómplata með söngnum okkar að koma út. Platan heitir VONARLAND og textarnir fjalla allir um vonina sem þeim er gefin sem trúa á Jesú. Einsöngvarar eru Jóhannes Ingimarsson, Sól- rún Hlöðversdóttir, Guðný Einars- dóttir og Hafliði Kristinsson. Það er gaman að syngja inn á hljómplötu, sérstaklega þegar sungið er um Jesú. Lögin á plöt- unni heita: Vonarland, Treystu á Jesú, Hvert get ég frá þér farið?, Mikill er Guð, Hósanna, Elska Guðs, Hljóða ást, Þarna kemur hann, Ó, Drottinn Guð og Endur fyrir löngu. Öll lögin á plötunni eru létt og skemmtileg. Við vonum að þú eig- ir eftir að heyra þau oft....“ Við vonum svo að þið varðveitið leyndarmálið vandlega og segið ekki nokkurri manneskju frá því. Að lokum má svo geta þess að stjórnandinn heitir Hafliði Kristins- son og er úr Þykkvabænum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.