Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 19
BARNABLAÐID 15 Vinir. Einu sinni var strákur sem fór til vinar síns. Vinur hans hét Siggi. Siggi fór á klósettið. Á meðan horfði strákurinn á einn hlut, það var bíll sem Siggi átti. Hann lang- aði svo mikið til að taka bíiinn og loks ákvað hann að taka hann og svo gerði hann það. Þegar Siggi kom inn aftur sá hann að bíllinn hans var farinn. Þá sagði hann: — Hvar er bíllinn minn? Þá varð strákurinn skömm- ustulegur og sagði: — Ég tók hann, sagði strákurinn. — Varst það þú? spurði Siggi hissa. — Já, fyrirgefðu. Ég skal aldrei gera það aftur. Þá sagði Siggi: — Það er allt í lagi, bara ef þú skilar honum aftur. Og síðan urðu þeir aftur góðir vin- ir. Um kvöldið þegar hann fór að sofa þá sagði hann við Guð: — Fyrirgefðu að ég stal bílnum. Ég veit að þú fyrirgefur mér af því að þú ert svo góður. Amen. Elsa, Sunnudagaskóla Hvítasunnu- manna, Akureyri. Barnablaðið þakkar Elsu og Karen Björk kærlega fyrir góðar sögur og vonast til að fá sendar fleiri sögur frá mörgum fleiri krökkum. Tveir menn stóðu úti. Annar snéri í austur en hinn ívestur. Þá segir sá sem snéri í austur við þann sem snéri í vestur: „Þú hefur gleymt að raka þig í morgun.“ Hvernig gat hann séð það, þarsem hann snéri í austur en hinn í vestur? Utanáskriftin er: Lambi Barnablaðið Pósthólf 5135 125 Reykjavík : Spéhornið Prjónar dugðu ekki. Það var einu sinni Kínverji sem var svo matgráðugur að hann keypti sér prjónavél. Nafn með rentu. Það var einu sinni Kínverji sem vann á krana og hann hét Hífa Síga. Sendandi: Margrét Sigvaldadóttir. Kraftar. Það var einu sinni Kínverji sem gat lyft 200 kílóa þungum steini. Hann hét Svaka Jaki. Illska. Það var einu sinni Kínverji sem varð svo reiður að hann sprakk. Símstöðvarstjóri. Það var einu sinni kona í Kína sem varð símstöðvarstjóri. Hún hét Síma Lína.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.