Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 20
16 BARNABLADID D r aumurinn rættist Pétur var sterkur og hress snáði. Vinir hans þekktu hann á því að hann var alltaf glaður og hjálp- samur. Hann átti heima í bæ úti á landi þar sem voru meðal annars mörg skemmtileg dýr. Þar var líka kristniboðskirkja, en pabbi Péturs leyfði honum aldrei að fara þangað. Hvers vegna skildi Pétur aldrei. Mamma Péturs las alltaf í Biblíunni þegar tími var til og hún hafði kennt Pétri og bræðrum hans kvöldbæn- ir. Hún kenndi þeim líka muninn á réttu og röngu. Hrópað á hjálp. Nótt eina dreymdi Pétur eink- ennilegan draum. Hann dreymdi að hópur fólks hefði fallið í gildru og fólkið hrópaði á hjálp. í draumnum var Pétur sá eini sem gat hjálpað. En hann vissi bara ekki hvað hann átti að gera. Hvað gat hann gert? Einmitt þegar hann ætlaði að fara að reyna eitthvað, þá vaknaði hann. Kristniboði. Þegar Pétur varð fullorðinn gerðist hann kaupmaður og varð auðugur. Guð sagði honum að fara til Afríku, sem er heimsálfa langt í burtu, og hjálpa fólkinu þar. Þetta var alveg eins og hann hafði séð fyrir í draumnum þegar hann var ungur drengur. Hann hlýddi kalli Drottins og fór til Afríku. Pétur er duglegur kristniboði, sem segir mörgum frá frelsaran- um Jesú og dásemdarverkum hans.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.