Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 21

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 21
BARNABLAÐIÐ 17 gera fleira, því aö ég þurfti líka að annast um börnin mín og heimilið. Þegar ég var farin að geta talað lítillega við fólk á spænsku, tók ég þátt í að dreifa gjöfum og bækling- um út til fólksins. Þetta var erfitt í fyrstu, en varð svo smám saman léttara. Ég tók oft þátt í útisam- komum og ég gat sungið, en það þarf líka að gera, því að án söngs er engin útisamkoma! Á þessum árum, alveg eins og í dag, hjálpuðum við fátækum. Það var mikið starf. Einn þátturinn í því var að deila út fötum á meðal fá- tæka fólksins. Fötin sem við gáf- um komu frá Noregi. Þau varð að flokka og strauja og festa á tölur þar sem þær vantaði. Að lokum þurfti ég svo að fara með fötin til þeirra sem höfðu beðið um aðstoð, og þá var bara að vona að fötin pöss- uðu. Fyrir utan þetta sá ég um barnastarf og tók líka þátt í samkom- um. Og yfir meira komst ég ekki! Stundum leyfðum við fólki, sem átti erfitt að búa hjá okkur um tíma, en það er efni í annað bréf sem gæti orð- ið spennandi lesn- ing. Nú veit ég hvað það þýðir að vera kristniboði, að minnsta kosti á Spáni. Ég vona líka að þú hafirein- hverja hugmynd um það eftir að hafa lesið þetta bréf. Og ef þú hittir kristniboða á leið þinni, þá skaltu spyrja hann um starf hans. Ég er viss um að hann mun fúslega segja þér fjöldamargt skemmtilegt frá fjar- lægum löndum. Kær kveðja, Berit kristniboði. Það furðulega var að hún vissi ekkert hvað það þýddi að vera kristniboði og það virtist ekki finn- ast neinn sem gæti sagt henni það. Ef til vill veist þú ekki heldur hvert starf kristniboða raunveru- lega er? Ef það er svo, þá skal ég segja þér það sem ég veit. Því litla stúlkan, sem ég sagði frá, er ég sjálf og ég varð kristniboði. Ég ferðaðist ekki eins mikið um heiminn og margir aðrir gerðu. Þó fór ég ásamt manninum mínum og þremur börnum okkar til Spánar. Þá var ég 27 ára. í fyrstu var ég í tungumálaskóla þrjá daga í viku. Það var svolítið skrýtið að hefja skólagöngu aftur eftir langt hlé, en það var líka skemmtilegt. En það var varla að ég hefði tíma til að Bréf frá Berit: * ^ Ao vera KRISTNIBOÐI Fyrir nokkrum árum var ung stúlka á barnasamkomu og hlustaði á Rut kristniboða segja frá börnum í fjarlægu landi og kristniboðinu þar. Svo fékk hún að sjá kristniboðskvikmynd sem tekin hafði verið í frumskógum Afríku. Þessi stúlka var aðeins 10 ára, en var samt ákveðin í að verða kristniboði þegar hún yrði stór.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.