Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 22
18 BARNABLADIÐ STORYEIÐI VIÐ ISHAFIÐ 3.kafli Vestari Jakobsá Fiskibátur á stefnumót viö kafbát um niðdimma nótt í norskum firði. Mesta leynd hvílir yfir þessum nætur- fundi. Fjórir finnskir strákar og frændi eins þeirra, nota vikuleyfi úrskólanum til að heimsækja Norður-Noreg og \ lenda þar íháskalegum ævin- \ týrum... Vegurinn hlykkjaðist meðfram Varangursfirði. Úti á dimmbláum sænum mátti sjá nokkra fiskibáta vagga á öldunum. Það var hægur andvari og loftið tandurhreint. Unski frændi hægði ferðina svo þeir nytu betur útsýnis- heldur betur stóra fiska á þessum bát- um. Vatnafiskarnir eru eins og smás- íldar í samanburði við golþorskana. — Gættu þín á kindunum, kallaði Saku. Stór fjárhópur lallaði til hliðar þegar stuðarinn var kominn óþægilega nálægt ullarpelsunum. — Þarnaer Vestari Jakobsá, sagði Unski og benti. Satt og rétt! Þarna birtist drauma- staðurinn í sömu andrá fyrir augum þeirra. Freknótt andlit Saku Ijómaði þegar brosið breiddist yfir það. Bíllinn nam staðar framan viðtvö hús. Eldra húsið var grænmálað, hitt var nýtískulegt einbýlishús. ins. — Sjáið þið mávana. Þeir eru risastórir, hróp- aði Pétur. — Já, þeir éta ábyggilega mikinn fisk, sagði Unski. Ferðin hafði tekið langan tíma og verið þreytandi, en strákarnir hresst- ust við að koma í þetta fallega um- hverfi. — Horfið á bátana! Þeir veiða rólegheitum eftir þjóðveginum. Kindunum var augljóslega hjartan- lega sama þótt bíll nálgaðist. Þær litu ekki einu sinni við til að horfa á hann. — Flautaðu, þá færa þær sig, sagði Pétur. — Nei, ég hægi heldur á ferðinni. Þær hljóta að færa sig þegar við kom- um alveg að þeim, svaraði Unski. Það reyndist rétt. Kindurnar stukku Pétur stökk út úr bílnum til að opna hliðið. Tvær stúlkur komu hlaupandi út á grasflötina og kona fylgdi á eftir. — Velkomnir! Velkomnir! Pétur brosti vandræðalega og opn- aði hliðið upp á gátt. Unski ók bílnum upp að húsunum. — En hvað það er skemmtilegt að þið skilduð koma! Sirrku tók þétt í hendi Unskis og

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.