Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 27

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 27
BARNABLAÐIÐ 23 Lyftuferðin Framhald af bls 13 eitthvað við þennan nýja vin sinn. Allt í einu féll Ijósgeisli niður um rifu á neyðarlúginni. „Er einhver þarna inni“, var kallað hárri röddu. „Matthías Níelsson og Pétur Tóm- asson“, kallaði Pétur á móti. „Þið eruð mjög nálægt 10.hæð“, hróp- aði viðgerðarmaðurinn. „Ég ætla að reyna að opna neyðarlúguna, og láta stiga niður til ykkar. Storm- urinn sló út rafmagninu, en þið verðið komnir út mjög fljótlega". Tíu mínútum seinna voru þeir komnir út úr lyftunni. Pétri leið eins og hann hefði verið lokaður inni heila eilífð. Hann var feginn að vera kominn út og að sjá dagsbirt- una. Pétur snéri sér að nýja vimn- um sínum. Matti virtist vera eitt- hvað skömmustulegur, eins og hann hefði sagt of mikið í myrkr- inu. Hann beið eftir viðbrögðum Péturs. „Við skulum koma heim til mín“, sagði Pétur. „Ég á heima á fjórtándu hæð, svo að við erum enga stund að ganga þangað upp“. Þeir brostu báðir út að eyr- um þegar að þeir gengu upp tröppurnar. Ef til vill yrði borgin ekki svo slæm í sumar, þrátt fyrir allt! Þýtt: G.Th.B. Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum í { t FÖRUM VARLEGA! STÓRVEIÐI Framhald af bls 17 þyrpingu, sem stóð í hnapp við skóg háreistra loftnetsmastra. — Ó, þetta er varðstöð á vegum Atlantshafsbandalagsins. Ykkur er Ijóst að við erum nálægt landamær- unum og þetta er hernaðarlega mikil- vægt svæði. Sovétmenn hafa sam- bærilegan búnað hinu megin við landamærin. — Til hvers eru þessi tæki, spurði Pétur forvitinn. — O, þeir eru að hlera eftir ná- grönnum okkar í austri, til að komast að því hvað þeir eru að bralla. Svo gæta þeir landamæra okkar. Stund- um villast kafbátar inn í firðina. Einu sinni kom hingað njósnaskip, sem var dulbúið eins og fiskibátur. Já, svo höfum við líka fengið smygl- ara í fjörðinn. Sumir segja að þeir fáist við að smygla fíkniefnum, en það get- ur varla verið rétt. Að minnsta kosti hef ég aldrei séð neitt þess háttar, sagði Tryggvi. — Jæja þá, smyglarar og kafbátar, muldraði Hanski. — Það er furða hvað það er frið- sælt hérna, hér ætti allt að vera mor- andi af hermönnum og lögreglu! Vaðsey var mjög falleg að sjá í morgunskímunni. Nokkrir sjófuglar hnituðu hringa umhverfis „Egil“. Hinu megin fjarðarins gnæfðu fjöllin upp í himinblámann. „Egill“ hægði siglinguna þar til hann stansaði. Þegar dró úr ferðinni jókst veltingurinn. Fiskimennirnir fjórir tóku rösklega til höndunum og strákarnir fylgdust með af athygli. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt. Nú var tekið til við að draga inn línuna. Ekkert var á fremstu krókun- um, en svo kom fyrsti fiskurinn inn fyrir borðstokkinn. Strákarnir göptu af undrun. Þeir höfðu aldrei á ævinni séð annan eins bolta. Nú streymdu fisk- arnir um borð, mennirnir unnu hratt og örugglega með þaulæfðum hand- brögðum. Strákarnir gleymdu sér alveg. Þeir voru svo uppteknir af öllum fiskunum að þeir uggðu ekki að sjóveikinni sem læddist að þeim. Fyrst varð Pétur náfölur í framan. Hann hallaði sér yfir borðstokkinn og kastaði upp. — Er nú sérann orðinn sjóveikur, sagði Saku stríðnislega með sakleys- issvip. — Nei, harðneskja sjó- mennskunnar á ekki við þig. Þú hefur svo viðkvæman maga. Þú ættir... Saku gat ekki endað setninguna, því nú jókst vanlíðan hans skyndilega. Hann stökk að borðstokknum og stillti sér við hliðina á Pétri. Penaog Hanski slógust skjótt í hópinn og sjómennirnir brostu vorkunnsamlega að þeim. — Farið þið niður í lúkar og leggið ykkur. Liggið grafkyrrir. Þetta batnar um leið og þið hafið fast land undir fótum aftur. Strákarnir fóru niður, grænir og guggnir á svip. Þeir voru ekki mjög hressir þessa stundina. (Framhald). Útgefandi: Fíladelfía-Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavík. Sími: 91-25155/20735. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Gíslason. Efnið unnu: Elín Jóhannsdóttir, GrétarTh. Birgisson, Guðni Einarsson, Sam Daníel Glad, Örn Bjarnason. Útlitog umbrot: Þorkell Sigurðsson. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Árgjald 1989 er 1400 krónur. Áskrift miðast við heilan árgang. Vinsa- mlegast tilkynnið skrifstofunni breytingar á áskrift og heimilisfangi. BARNABLAÐIÐ KÆTIR ALLA KRAKKA!

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.