Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5
Hressar stelpur í Vindáshlíö. BARNABLAÐIÐ 5 / Hvað er gert í Vindáshlíð ? Helga sagði okkur að núna væru 67 stelpur í Vindáshlíð og 9 starfsmenn. I Vindáshlíð er margt hægt að gera: Þar er íþróttahús þar sem haldnar eru brennó- keppnir og farið í ýmsa leiki. Úti eru leiktæki sem kölluð eru „apa- rólan“ og „apabrúin". Stelpurnar klifra og leika sér mikið í þeim. Hver dagur er skipulagður. Stelpurnar vakna klukkan níu á morgnana. Þær þvo sér og bursta tennurnar úti í læk sem er á bak við húsið. Síðan er fánahylling og morgunmatur. Eftir morgunmat- inn fá steipurnar Biblíufræðslu. Þær læra ýmis vers og sálma, auk þess sem þeim eru sagðar sögur úr Biblíunni. Að Biblíufræðslunni lokinni fara stelpurnar út að leika sér. Á hverjum degi fara þær í gönguferð og skoða nágrenni Vindáshlíðar. Eða fara í ratleik. Einnig er haldin íþróttakeppni og þá eru öll íþróttametin skráð á blað sem hangir uppi á vegg við inn- ganginn. Á kvöldin eru haldnar kvöldvök- ur. Þá bregða stelpurnar á leik. Þær klæða sig í alls konar föt og sjá um skemmtiatriði. Svo er auð- vitað mikið sungið. Kvöldvökunni lýkur með stuttri helgistund og kvöldkaffi. Þegar stelpurnar fara að sofa koma konurnar inn til þeirra og biðja með þeim og lesa fyrir þær. í aparólunni Þegar við höfðum spjallað góða stund við Helgu og hinar konurn- ar, ákváðum við að fara út og hitta allar stelpurnar. Þær sátu í sand- kassanum og voru að reyna að ráða fram úr spurningablaði sem þær höfðu fundið, en það er liður í ratleiknum. Hvernig er að vera í Vindáshlíð? — Ofsalega gaman! Hrópuðu stelpurnar í einum kór. Það er þó langskemmtilegast í aparólunni, sagði ein stelpan. Þær spjölluðu við okkur góða stund og leyfðu okkur að taka myndir af sér. En síðan héldu þær áfram í ratleiknum. Okkur varfarið að langa til að sjá aparóluna og apabrúna. Tvær stelpur, Hildur og Hafrún, ákváðu að sýna okkur hvar þessi leiktæki væru og hvernig þau væru notuð. Þær klifruðu í apa- brúnni en það er hreint ekki auð- velt, síðan róluðu þær sér í aparól- unni. Þetta var greinilega mjög skemmtilegt. Á fullri ferð í aparólunni. Að lokum settust þær niður og við fórum að spjalla saman. — Það hefur verið mjög gaman í Vindáshlíð. Samt hafa sumar stelpurnar verið með svolitla heimþrá. Okkur finnst mest gam- an á kvöldvökunum. Samt var skemmtilegast í gærkvöldi: Við vorum háttaðar og komnar upp í rúm þegar foringjarnir komu hlaupandi um gangana á náttföt- unum og bönkuðu á allar dyrnar. Við skildum ekkert í því hvað var að gerast. Þær sögðu okkur öllum að koma niður í sal, því nú væri náttfatapartý. Við fengum frost- pinna, sungum heilmikið og fórum seint að sofa. Allt í einu kemur stelpa með Ijósar fléttur hlaupandi.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.