Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 7
BARNABLADID 7 Þegar Jesús var á leiðinni til Jerúsalem, kom hann við í borg sem heitir Jeríkó. Þar bjó maður sem hét Sakkeus. Sakkeus var háttsettur tollheimtumaður. Hann lét fólk borga háa skatta og með því að svindla dálítið, og taka af peningunum sjálfur, varð hann mjög rfkur. Allir fyrirlitu hann, afþví að hann var svindlari. Þegar Jesús var á ferð, hópaðist fjöldi fólks í kringum hann. Allir vildu sjá hann. Það gerðist líka þegar Jesús átti leið um Jeríkó. Allir íbúar Jeríkóborgar voru komnir út á aðalgötuna og reyndu að sjá Jesú. Sakkeus fór líka út á götu. Hann lang- aði svo óskaplega mikið til að sjá Jesú. En vegna þess hve smávaxinn Sakkeus var, gat hann ekki séð Jesú fyrir mann- fjöldanum. Þá fékk hann góða hug- mynd. Hann klifraði uppíhátttré og sá þá vel yfir allt. Þarna sat hann og beið eftir að Jesús kæmi. Loksins kom hann gangandi. Sakkeus gat vel séð Jesú úr trénu. Þegar Jesú gekk framhjá trénu, sá hann Sakkeus og hrópaði til hans: — Sakkeus, flýttu þér! Komdu niður! Ég ætla að borða hádegisverð með þér í húsi þínu. Sakkeus klifraði niður. Glaður og undrandi bauð hann Jesú heim með sér. En fólkið sem sá þetta varð ekki síður undrandi. — Hvernig stendur á því að Jesú vill heimsækja þenn- an svindlara! — Hvernig dettur honum í hug að tala við hann! Þegar Jesús og Sakkeus komu heim töluðu þeir lengi saman. Sakkeus ákvað að bæta sig og hætta að svindla á fólkinu. Hann ákvað meira að segja að borga fólkinu helmingi meiri peninga til baka en hann hafði tekið af því. Þegar Jesús sá að Sakkeus ætlaði að bæta sig, fyrirgaf hann Sakkeusi allar synd- irnar. Fræðimönnunum og faríseunum fannst Jesús hafa gert rangt með því að heimsækja Sakkeus. Jesús út- skýrði þá fyrir þeim að hann væri einmitt kominn í heiminn til þess að frelsa synd- uga menn og fyrirgefa þeim. MAÐURINN TRÉNU

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.