Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 9
BARNABLADID 9 Brúnu augun Söru litlu langaöi að hafa blá augu. Hún vildi ekki hafa brún augu. Á hverju kvöldi bað hún Guð að gefa sér blá augu. Á hverjum morgni leit hún í spegilinn til að athuga hvort Guð hefði gefið henni blá augu. En það var sama hvað hún bað heitt, augun í henni voru alltaf brún. Sara skildi ekkert í þessu. Mamma hennar hafði sagt að Guð heyrði allar bænir. „Ef til vill er Guð ekkert að hlusta“, hugsaði Sara. Loks spurði hún mömmu sína: „Af hverju hlustar Guð ekki á mig þegar ég bið hann að gefa mér blá augu?“ Mamma hugsaði sig um en sagði svo: „Guð er alltaf að hlusta á okkur en stundum seg- ir hann nei við bænum okkar“. „Af hverju gerir hann það?“ spurði Sara undrandi. „Hann veit hvað er best fyrir okkur. Ef til vill er betra fyrir þig að hafa blá augu“. Mörgum árum seinna var Sara stödd í Afríku. Hún bjó í þorpi hjá fullt af svertingjum, og sagði litlu börnunum frá Jesú. Dag einn komu vondir menn í þorpið til að handtaka alla hvíta menn í þorpinu. Þegar svörtu börnin heyrðu þetta, ákváðu þau að bjarga Söru. Þau fundu skósvertu og báru hana á Söru, og settu klút á hárið á henni. Nú leit Sara út eins og svertingi. Hún var meira að segja með brún augu. Vondu mennirnir komu inn í litla húsið þar sem Sara bjó. Þeir leituðu alls staðar, en fundu engan hvítan mann. Einn þeirra gekk að Söru og leit beint í augun á henni. Allt í einu laukst það upp fyrir henni að brúnu augun myndu bjarga lífi hennar. Ef hún hefði haft blá augu, þá hefði vondi maðurinn séð að hún var ekki svertingi. Þegar vondi maðurinn fór, þakkaði Sara Guði fyrir að hafa ekki gefið sér blá augu. Guð veit alltaf hvað er best fyrir okkur. u/ i (o. þo.VVa. V>ier ■fyrf f oJt ^ t'* >' n** . ^ V ■ ' n

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.