Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10
10 BARNABLAÐIÐ VISBENDIN GIN „Mér finnst þetta grunsamlegt", sagði Róbert og starði á svarta sendibílinn. „Já“, svaraði Steini. „Það hljóta að vera tuttugu hundar í bílnum". Á meðan Steini var að tala kom Palli gangandi upp götuna.,, Hvað er að gerast", spurði hann. Róbert benti á sendibílinn sem var að keyra í burtu. „Þetta er hundaþjóf- ur“, sagði Róbert. Palli hló „Hann svaraði auglýsingunni hennar mömmu um ókeypis hunda. Hann tók tvo síðustu hvolpana. Þetta er fínn maður“. „En hvers vegna vill einhver keyra um og safna svona mörgum hundurn" spurði Steini. Allt í einu varð Róbert hugsað til Snata, hundsins síns. Hann hafði verið út að leika sér í garðinum allan daginn. „Ég verð að athuga með hann Snata“, sagði Róbert um leið og hann hljóp af stað heim til sín. Þegar hann var kominn heim fór hann að leita að Snata. „Snati, Snati", kallaði hann óróleg- ur. Hann leitaði út um allt, en hvergi fann hann Snata. Að lokum fór hann inn í húsið. Hann vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Mamma hans var að hjálpa til í kirkjunni, og pabbi var í vinn- unni. Róbert hallaði sér upp að ísskápnum og bað Guð um að hjálpa sér að finna Snata. Hann bað: „Guð gefðu mér eina vís- bendingu sem kemur mér á spor- ið“. Allt í einu mundi hann að mamma hans Palla hafði séð þjóf- inn. Hann hringdi strax til hennar. „Hann virtist vera mjög vingjarn-

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.