Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 19
BARNABLAÐIÐ 15 Pennaviitiir Erna Rafnsdóttir Bleiksárhlíð 35 735 Patreksfirði Ingibjörg Jóns- dóttir Mýrum 2 Skriðdal 701 Egilsstaðir Berglind Þyrí Finn- bogadóttir Nönnustíg 10 220 Hafnarfirði Berglind er 11 ára og verð- ur 12 á þessu ári. Hún vill skrifast á við stráka og stelpur. Áhugamál hennar eru fótbolti, bréfaskipti, popptónlist og fleira. Fullorðinsþátturinn Jæja fullorðnir góðir, hér er mynd af mér í faðmi fjölskyldunnar. Mér þykir ákaflega vænt um foreldra mína eins og krökkum yfir- leitt. Samt eru alltof margir foreldrar sem mega ekki vera að því að gefa krökkunum sínum tíma. Þeir þurfa að vinna, fara á fund, út að skemmta sér eða eitthvað annað. Þegar við viljum vera með þeim segja þeir: „Seinna, seinna..." Á sumum heimilum hlakka krakkarnir til vetrarkvöld- anna þegar rafmagnið fer. Þá slökknar nefnilega á sjón- varpinu! í staðinn fá þau að heyra sögur, fjölskyldan syngur saman eða fer í leiki, t.d. Frúin í Hamborg. Raf- magnið fer fyrirvaralaust og samt eiga þau góða stund. En hvernig eigum við að eignast fleiri skemmtilegar stundir? í síðasta blaði lofaði ég að koma með hagnýtar ábendingar um það. Allt sem þarf er vilji og smá skipu- lagning. Mömmurnar og/eða pabbarnir bóka með nokkrum fyrirvara fund með krökkunum sínum. Við getum ákveð- ið að fara saman í sund eða fjöruferð, veiðiferð eða göngutúr, skoðað söfn, haft leikjakvöld eða farið á skíði og sleða á veturna. Jafnvel getum við hjálpast að við að laga garðinn eða taka til í geymslunni! Þegar svo einhver hringir í foreldrana og biður þau um að gera eitthvað á þessum tíma segja þau: „Ég er því miður upptekin(n), ég þarf nefnilega að fara á fund (með krakkanum/krökkunum mínum)!“ Gott er að hafa nokkrar grundvallarreglur, t.d.: 1. Að sem flestir, helst allir, í fjölskyldunni séu með. 2. Við ákveðum að eiga skemmtilega stund. 3. Allir taka virkan þátt í því sem við gerum. 4. Það er ómark að horfa á sjónvarp, vídeó eða fara í bíó. Kær kve-e-e-eðja, Lambi. P.S. Segið okkur frá skemmtilegum fjölskyldustund- um og munið að láta foreldrana lesa þennan dálk

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.