Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 21

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 21
uðum að trúa á hann, því við vor- um svo lítil þá, bætti hann við. — Pabbi og mamma kenndu okkur að trúa á Guð. Við báðum alltaf saman. Núna biðjum við sitt í hvoru lagi. En við tölum oft saman um Guð og förum öll saman á kristilegar samkomur, sagði Sig- urbjörg. — ÞaðergottaðtrúaáGuð. Þá er hann alltaf hjá manni, sagði Hreiðar. — Mérfinnstgottaðgetabeðið til hans og talað við hann hvenær sem er, sagði Sigurbjörg. — Einu sinni vantaði okkur peninga til að kaupa okkur stóla við skrifborðin okkar. Við báðum Guð að hjálpa okkur með það og stuttu seinna fengum við stólana, bætti hún við. — Þegar ég var lítill, var ég í leikskóla. Þá fór ég alltaf með nokkrum vinum mínum út í horn og sagði þeim frá Jesú og kenndi þeim kristilega söngva, sagði Hreiðar. Hver eru uppáhaldssagan ykkar í Biblíunni? — Það er sagan um það þegar lærisveinarnir voru að veiða úti á vatninu og fengu engan fisk í net- ið. Þá sáu þeir Jesú standa á ströndinni og hann sagði þeim að leggja netið hinumegin við bátinn. BARNABLAÐIÐ 17 Þá fylltist netið af fiski, sagði Hreiðar. — Mér finnst gaman að sög- unni um óveðrið. Lærisveinarnir voru úti á bátnum sínum ásamt Jesú. Allt í einu skall á vont veður. Lærisveinarnir urðu ofsalega hræddir. En Jesús lá sofandi í bátnum. Þeir fóru og vöktu hann og sögðu honum að skipið væri að farast. Hann sagði þeim að vera rólegir og trúa á sig. Hann sagði síðan vindinum og öldunum að þagna. Eftir það kom blíða logn, sagði Sigurbjörg. — Ég held að þessi saga eigi að kenna okkur að treysta Jesú, sama hvernig kringumstæðurnar eru, bætti hún við. örðunum Að lokum. Hver er heitasta óskin ykkar? — Að heimurinn verði betri og að fleiri mættu læra um Jesú. Viðtal: Elín Jóhannsdóttir Mynd: Guðni Einarsson.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.