Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 22
18 BARNABLADIÐ STÓRVEIÐI VIÐ ÍSHAFIÐ 5. kafli Fossinn á fjallinu Síðdegis daginn eftir kom „Egill“ aftur í land. Strákarnir höfðu verið sjó- veikir hluta af sjóferðinni og legið í lúkarnum mestan tímann. Þeir höfðu ekki mælt orð af munni síðustu klukkutímana. Meira að segja góður afli megnaði ekki að kæta þá í geði. Þeir skömmuðust sín líka svolítið. Þegar lagt var úr höfn voru þeir aldeil- is karlar í krapinu, en sneru nú heim með rófuna milli fótanna. Um leið og í land var komið fóru strákarnir beint upp í rúm og steinsofnuðu. Það var komið undir kvöld þegar þeir vöknuðu aftur og þá var sjóveikin aðeins óþægileg minning—. Nú verðið þið að vakna, landkrabb- arnir ykkar! Sagði Saku, sem hafði legið um stund og starað upp í loftið. — Hvað er um að vera, spurði Petri geispandi. — Eitt er víst, ég skal aldrei verða sjómaður, yfirlýsti Saku. Hinir hlógu og hýrnuðu í bragði. — Við getum bara gleymt þessari sjóferð eða hvað? Nú er það fjallið ^ semkallarlDagurinnerekki alveg liðinn. Ef við n. flýtum okkur getum við náð upp að kofanum í kvöld. — Sirrku dró fram landabréf og sýndi þeim leiðina. — Viljið þið að María fari með og vísi ykkur veginn? Eða haldið þið að þið ratið sjálfir? — O, við ráðum sjálfir fram úr þessu. Við fylgjum bara ánni alla leið. Kofinn er við þennan foss, er það ekki? — Ja, þaðeruumþaðbiltvötilþrjú hundruð metrar frá fossinum að kof- anum. Þið finnið hann örugglega. Sirrku fyllti stóran bakpoka af vist- um og útbúnaði. — Við verðum í það minnsta tvær nætur í burtu í það minnsta, sagði Petri um leið og hann sveiflaði pokan- um á bakið.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.