Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 25

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 25
BARNABLAÐID 21 aldrei gleyma þér...“ Síöan hátta þeir, þvo sér og fara í rúmið. í Kaldárseli eru tveir svefnskálar, oftast kallaðir „litli salur“ og „stóri salur“. Þegarstrákarnireru komnir í kojurnar komum við inn til þeirra og lesum framhaldssögu. Sagan sem við erum að lesa er um Móse. Því næst förum við með bænir, eft- ir það má enginn tala. Við sitjum inni hjá þeim, þangað til þeir eru sofnaðir. Teppalagt virki úti í hrauni Nú voru margir drengjanna komnir inn úr fótboltanum. Við ákváðum því að fá þá til að sýna okkur virkin sín. Þeir voru greini- lega upp með sér og hlupu á und- an út í hraunið. í fyrstu sáum við engin virki. Þau virtust falla alveg inn í landslagið. Allt í einu sáum við stöng, sem reyndar er fána- stöngin á fyrsta virkinu sem við skoðuðum. Virkið er fremur lág- reist að sjá og á þaki þess er lítill trékross sem á stendur „ Verið vel- komin“. — Þetta virki heitir Stjörnu- virkið, sagði einn strákurinn. Það er friðarvirki. Við berjumst ekki. Okkur finnst miklu skemmtilegra að leika okkur í virkinu en að vera í stöðugum bardögum, bætti hann við. — Um daginn var haldin sam- keppni milli virkjanna. Þetta virki fékk bestu dómana fyrir snyrti- mennsku, sagði annar strákur. Nú fóru strákarnir inn í virkið og leyfðu okkur að kíkja. Virkið leit út fyrir að vera lítið og aðeins eitt her- bergi. En það var mun stærra en við héldum fyrst. Fljótlega kom í Ijós annað herbergi inn af hinu. Þegar betur var að gáð, sáum við að það herbergi var teppalagt. — ífyrstu héldu strákarniríhin- um virkjunum að virkið okkar væri óvinavirki. Þeir voru alltaf að ráð- ast á það og skemma fyrir okkur. Það endaði með því að við töluð- um við Benedikt forstöðumann og sögðum honum að þetta væri frið- arvirki. Þá sagði hann strákunum að hætta að ráðast á virkið. Nú barst talið að stönginni sem stendur upp við virkið. — Þetta er fánastöngin okkar. Fáninn er nú reyndar bara inni í virkinu núna. Strákarnir sóttu fánann og sýndu okkur hann. Þeir höfðu búið hann til sjálfir. Á fánanum er mynd af gulri stjörnu. Þegar við höfðum skoðað Stjörnuvirkið, lá leið okkar að Mánavirkinu sem er vinavirki Stjörnuvirkisins. Eigendur Mána- virkis sýndu okkur virkið, sem hef- ur fengið viðurkenningu fyrir að vera stærsta virkið. Einn af eig- endum Mánavirkisins sagði okkur sögu þess: — Mánavirki er í rauninni eld- gamalt virki. Fyrir mörgum árum var strákur í Kaldárseli sem heitir Máni. Hann lét virkið heita eftir sér. „Móbergsgullið“ — Veistu hvað þetta er, spurði einn sjö ára um leið og hann rétti fram opinn lófann. í lófanum var vel slípaður steinn. — Þetta er móberg. Móbergið er gullið okkar, við notum það í staðinn fyrir peninga. — Hérna er móbergsgeymslan okkar, skaut einn af Mánamönn- um inn í og sýndi okkur inn í lítinn helli sem var uppi við Mánavirkið. — Það er gott að eiga mikið af móbergi, því oft er okkur rænt og við fangelsaðir í öðrum virkjum. Til þess að losna úr fangelsinu, borg- um við okkur út með móbergs- steinum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.