Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 5
I - Ég bjó í bæ sem heitir Toledo og er rétt hjá Madrid, höfuðborg Spánar. Skólatíminn er örlítið lengri á Spáni en íslandi. Skólinn byrjaði klukkan níu og vartil hádegis. Síð- an þurftum við að koma aftur í skólann klukkan þrjú og vera til klukkan fimm. Hávaði í skólastofunni Fyrstu dagana í skólanum skildi ég sama og ekki neitt sem fram fór í skólanum. Ég horfði bara á krakkana leika sér í frímínútunum og fylgdist eins vel með öllu og ég gat. Ég reyndi að einbeita mér að námsefninu í tímunum, en það gekk vægast sagt illa vegna þess að það var svo mikill hávaði í krökkunum. Ég veit að íslenskir krakkar geta haft hátt og látið illa en þetta hafði ég aldrei séð áður. Allir töluðu í einu. Það var eins og krakkarnir væru í keppni um það hver gæti talað hæst! Þetta var eins og fuglabjarg. Fyrstu dagana var ég með höfuðverk, en síðan vandist ég þessum hávaða. Spænskir krakkar eru að sumu leyti ólíkir íslenskum krökkum. Þau eru opnari og ófeimnari. Þegar þau tala nota þau allan líka- mann til að undirstrika hvað þau eru að segja. Svo tala þau líka mjög mikið. Mér fannst spænsku BARNABLADID 5 krakkarnir vera glaðværir og góð- ir. Þeir eiga mikið auðveldara með að sýna tilfinningar sínar en ís- lenskir krakkar. Þeim þykir t.d. alveg sjálfsagt að faðmast og kyssast þega þau hittast í skólan- um. Svo þykir ekkert óeðlilegt að sjá stelpurnar leiðast. Þetta myndi ekki gerast í íslenskum skólum. Skammarkrókurinn Áður en ég byrjaði í spænska skólanum var ég hrædd um að ag- inn væri meiri en í íslenskum skól- um. Ég ímyndaði mér að krakk- arnir væru skammaðir mikið, flengdir eða jafnvel settir í stóran pott. Ég hafði nefnilega heyrt um það að einhvers staðar í útlöndum hefðu óþekkir krakkar verið lokað- ir ofan í stórum potti í skólastof- unni. En þegar ég kom í skólann sá ég að aginn var ekkert meiri en í íslenskum skólum. Ef krakkarnir voru óþekkir voru þeir settir í skammarkrókinn. Eitt af því sem kom mér mest á óvart í spænska skólanum voru námsbækurnar. Þær voru gjör- ólíkar þeim íslensku. Aðal bókin

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.