Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 8
8 BARNABLADID Nýlega hittum við Eyjapeyja að máli. Hann er tíu ára, á auðvitað heima í Vestmannaeyjum og heitir Einar Sigurmundsson. Barnablaðið átti við hann stutt viðtal. Við kölluðum Jesús, Jesús! Hvað þér finnst skemmtilegast að gera ? — Að fara í tívolí. Yfirleitt fer ég bara einu sinni á ári. Það er ekkert tívolí í Vestmannaeyjum. Hvað gerir þú í staðinn? — Fer í sprönguna, fjöruferðir og margt fleira. Hvernig er að fara í spröngu? — Það er band bundið upp í klettinn. Svo er bara klifrað upp og maður sveiflar sér niður og ýtir frá klettinum. Maður getur farið í mis- munandi hæð. Hvað heita staðirnir sem þú sprangar úr? — Almenningur, Sylla og Stíg- vél. Og hvað heitirstaðurinn sem þú lendir í? — Það er Stígvél og Almenn- ingur. Kannt þú einhverjar kúnstir? — Já að fara í kollhnís. Hvað er langt síðan að þú byrj- aðir að spranga? — Ég var svona fimm ára. Hvað gerir þú í fjöruferðum? — Ég bara veð í sjónum og tíni skeljar? Áttu mikið afskeljum? — Já, ég hef aldrei talið þær, kannski eru þærtvö hundruð. Svo safna ég líka steinum. Hvað áttu marga steina? — Ekkert voðalega marga, kannski svona fimmtíu steina. Áttu eitthvað fleira sem þérþyk- ir vænt um? — Já, fiska. Þeir eru svona gulllitaðir og sumir eru svartir og gulir. Einn heitir Gulli og ein heitir Gulla og svo heitir einn Silki. Ertu í einhverju tómstunda- starfi? — Ég fer í sunnudagaskólann, unglingakvöld og samkomur í Bet- el. Trúir þú á Jesú? — Já. Einu sinni var ég hjá dagmömmu og við krakkarnir vor- um í kofanum. Það var að koma kvöld, klukkan var svona að verða sex. Allt í einu fór einn krakkinn út, leitupptil himinsog sá Jesú. Hann kallaði á okkur öll að koma og sjá Jesú. Við fórum öll út og kölluðum Jesús, Jesús! Hvað voruð þið mörg sem sáuð hann? — Svona átján. Hvernig var hann? — Hann var í engum skóm, í hvítri skikkju og með bláan borða um miðjuna á sér á ská. Hann var með sítt skegg og sítt hár. Það var svona rauðbrúnt og svolítið krull- að. Hvað var hann stór? — Ég veit það ekki. Hann var svo langt frá? Hann var upp í himninum. Hann færðist bara. Var alveg eins og stytta. Hreyfði sig ekkert, bara færðist lengra og lengra. Ferðu stundum í bekkjarpartí? — Já einu sinni. Það var ein stelpa sem hélt þetta partí og hún spurði alla krakkana hvort þau vildu fara í andaglas. Ég sagði henni að það væri ógeðslegt og frá Satan. Ragnar bekkjarbróðir minn var líka á móti þessu og fleiri krakkar. Hvað vargertþá? — Þá bara hætti hún við. Hvernig finnst þér Barnablaðið? — Ágætt. Mér finnst brandar- arnir, gáturnar og sögurnar skemmtilegast. Vilt þú ráðleggja krökkum sem lesa Barnablaðið eitthvað? — Bara trúa á Jesú! Viðtal og mynd: Guðni Einarsson.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.